- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
204

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ei þarf nú að vera, um lausn frá þeim dönsku!
Því skilnaðar-sökin er sönnuð með því!

1910

Biskupsefnið.

Þroskuðust inn’ á þöngul-tignu
Þorskafjarðar hrogna-lygnu,
Morandi og sundfær seiði,

Sem ei voru étin veiði.

Móðir þeirra gerði á grunni
Gildi að barna-fermingunni.

Sérhver fiskur, fær í soðið,

Feginn matnum, sótti boðið.

Einn bar þar af öðru lengi
Efnilegu barnagengi:

Smó og lék, sem liti af skyni,
Leynidyr úr hverju gini.

Gleypi-eygur, aftur-sleppur,
Óðsyndandi, vazt um kreppur.
Glætu-blár og gagnsær búkur,
Greiðari leiftrum, háll og mjúkur.

Halann var í leir að lykkja
Langær, framvís tindabikkja.
Skygnum hvelfdi á kinnbein niður,
Kipraði börðin, rumdi viður:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0208.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free