- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
237

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Myrkfælni.

Þeyti frá, og þýt á flótta,
Þessum sögum, slíkum ljóðum!
Mér af hælum hristi ótta.

Þarna æpa ýlfur-nótum
LJtburðir af fölskum hljóðum,
Kreistir úr greipum voða-virkra.

Blinduð inni í urðum ljótum

— Ófærum af sálar-hættum —
Verstu alda og yztu-myrkra:
Slangrar þröng af slysa-vættum,
Óláns-fylgjur gerðra glæpa
Særðar fram, úr örgum ættum —
Ilskan hetja — Dygðin læpa.

Yfir lengra lífi sínu
Lista-dísir skjálfa af ótta.

Við svo djarfa djöfla-brýnu
Dygðir allar standa á glóðum —
Þeyti frá, og þýt á flótta,

Þessum sögum, slíkum ljóðum!

1918

Stephan G. Stephansson: Andvökur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free