- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
246

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Til Axels.

Það er, að glopra gulli í urð,
Gagns og hrós-laust bæði,

Að sóa á blaða söguburð
Sínu bezta kvæði.

Hví skal góðu kvæði frá
Klöngrast svo, með nauðum?
Blaða jórtur-jötu á
Að jarma “níð” með sauðum.

1921

Sagði blindur við blindan.

Að hann kvað mig illa sjá
Enginn skyldi honum lá!

Örðu í auganu sínu
Áleit hann bjálka í mínu.

1921

“Lögmálið og evangelíum”.

Sko til! þessa kirkjufélags-klínu
Kristni vorrar, steypa upp “boðskapinn”.
Hafði týnt út testamenti sínu
Töluverðu eftir Jesús sinn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free