- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
256

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þeir leiddu þig og neyddu þig, að bera út börnin

þín,

Bentu á það sem höfðingssið og Drottins lög og

sín.

Unz ásökun og kjökurrödd úr liverju holti hrín
Heim að þínum rekkjustokk, er austanmáninn

skín.

Brosir þú í yfirlæti, í ógæfuna sezt:

Orðin sértu kóngsdóttir og systra þinna mest —
Gests-augað í útlaganum glöggvar þetta bezt,
Gugnar hann að skilja við þig þegar horfir verst.

Hefir þú aldrei athugað, að ísland teygði úr sér!
íslendingur sérhver veit, að honum gegna ber
Heilli landvörn heima fyrir, hálfri landvörn hér—
Heimi öllum þegnskyldugur, hvar sem helzt hann

fer.

Hann slæst nú, með sinni sveit, í lið á lengdri

strönd,

Lítil taug í sinnar þjóðar vörmu bróðurhönd,
Reynast vill og rauna-góð, sem rétt er út í lönd
Rofin eða sundurleit að knýta hjartabönd.

Flý eg ekki fósturjörð, þá illa komið er!

Eftirsjá þó lítil myndi þykja helzt í mér.

Koma skal eg aftur, hve óralangt sem fer,

Ef ekki fyr á dómsdegi, að vitna einn með þér.

21. 5. ’17.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free