- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
257

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Austurvegur.

Eg læt í haf að heiman,

Því heim eg komast vil.

Með föðurland framundan
Við fósturland skil.

Úr landsteina logni
Eg leysi festar mínar,

Þú blásandi bládjúp
Á breiðurnar þínar.

Þú, Sær, ert sambekkingur!
Nú sezt eg þér við hönd
Að frjálsum hlut í himni
Og heims hverri strönd.

Öll höf eru heimleið —

Þó hléstokkana fylli,

Er ferðast um fjörðinn
Manns frændleifða milli.

Þið formenn og við farmenn,
Hvers frýr oss myrkur sjós,
Hjá röðlinum reiðugleg
Þó Rán slökkvi ljós?

Að höllunum hennar
Þó húm sé dyrastokkur,

Hún lýsigull lánar,

Sem leiðbeinir okkur.

Og norðan-dætur níu,

Við næturstorma hreim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free