- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
258

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hún býður oss til bónorðs,

Á brúðgöngu heim —

Svo hátt kann Himinglæfa
Hefja oss og bera,

Ein seiling til sólar
Að sýnist þá vera.

Sem vængja-fleygstu fuglar
Með frétt úr óbygð heim,
Hún drifa-fjöðruð Dúfa
Eins dregur þann geim.

Hún Blóð’hadda er blæfríð,
Er bungar öldugárinn
Og dag-geislinn drýpur
Og dreyrir um hárin.

Og hreinbrjóstuð er Hefring,
Og hvelfdur barmur á,

Er svellur við siglur
In sí-bláa lá.

Hún Úður er koss-klökk,

Er kalda-rokur hrína,

Og vætir oss vanga
Með vestan-hygð sína.

Hún Dröfn er dregla-prúðust,
Þó dragi skautið lágt,

Alt silkið í samfellu
Er snjóhvítt og blátt.

Og Hrönn, hún er faðm-föst,
Ef fangi oss hún vefur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free