- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
263

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Allan sjáinn siglir liann,

Svanur snjáa-landsins,

Hvíta-lá og hol-boðann
Hviku-bláa rannsins.

Undan mörgum óhindrað
Ægis-vörgum köldu
Föllin körgu Fróni að
Fossar um björgin öldu.

Á ef hroða háski rann,

Hlær að voða þrekið.

Yfir boðum hefir hann
Hafsins goðorð tekið.

Heill um sæinn heimtur í
Höfn við bæinn norðast.

Kasta á glæinn gulli því
Gamli Ægir forðast.

16. 6. ’17

Af skipsfjöl.

Upp úr hafi yfir sollin djúpin,
Öldugrafin, týnd og druknuð lönd,
Þarna lít eg þokast fjalla-gnúpinn.
Það er íslands livíta móðurhönd!
Feðra-jörðin yfir blá-auðn boðans
Breiðir faðm og ljósið, sem hún á,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0267.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free