- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
265

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Aftur snerta upptök þeirra strengja,

Er mig tengdu lífi og víðum heim —
Hingað-koman yrði ei unun síður,

Ekkert boð þó fyrir mér sé gert.

— Kom þú blessað, óska-land og lýður
Ljóða minna — hvernig sem þú ert!

16. 4. ’17.

Minni kvenna.

Mörg eru verkin vandafull —

Til vona bregðast kynni,

Að vera ei kjörið kvenna-gull
En kveða þeirra minni!

Því er það ei, brúðir, ærið hart
Því einvalasta að hrósa,

Og eiga bæði um blátt og svart
Og bjart og dökt að kjósa?

Því augu dökk og augu blá
Eg aldrei greindi sundur,

Og mig gat hrifið há og lág —

Og hverjum finst það undur?

Þó svipir tækju sinn hvern blæ,
Var seiðurinn jafn í öllum,

Og blíður, eins og blámi á sæ,

Og birtan yfir fjöllum.

Við, sveinar, gleymdum sumu því,
Sem segja ykkur hugðumst,

Og koma því fyrir öðru í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0269.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free