- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
266

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En ástakvæðum brugðumst.

En þó í húsi hreyfðuð rokk,

Og hrífu út’ um völlinn,

Þið áttuð víðan vöggustokk,

Með vængi yfir fjöllin.

Og mörg er sagan sönn um það
Þó sé hún hvergi bókuð —

Þá dygð sem fáa átti að
í ástarfóstur tókuð.

Og oft hefði kaldlynd karla-þjóð
Á klakann ýmsu fargað,

Og borið út fegurð, frelsi og ljóð,

Sem fleyttuð þið til bjargar.

Sú ein var stoð, sem aldrei brást
Við ofurkapp og þrefið,

Að vita það í ykkar ást,

Sem okkur bezt var gefið.

Og æska, vertu vitni manns
Með vonir hæstar sínar,

Sem leggur frjálsa framtíð lands,

Þú fljóð, í hendur þínar.

En fremst eru þær af freyjum lands
Og fegurst þeirra minni,

Sem góðum ástum göfugs manns
Ei glötuðu nokkru sinni,

Þó hárið yrði hvíta-gull
Og héla á kinnum rjóðum:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0270.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free