- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
270

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hafa gullin vog og velli,

Vík og tanga inn í fangi.
Brjósta-víðar bröttuhlíðar
Breikka rinda. Af hverjum tindi
Lækir rétta, úr kleifum kletta,
Hvíta stafi út í hafið.

Voðin ljósa, er hamra-hýsin
Hengja á þil, er foss í gili.
Úða-breiðu tíðbrá tildrar
Tjöldum sínum fyrir öldu.

Sæi eg straum af stalli fleygjast,
Stjaldra yrði eg bak við tjaldið
Eg er á ferð í byr, á byrðing,

Bíður hann valla að tjaldið falli!

Kvika um einstig ljósar línur,

Líða um skarðið hvítar hjarðir,

Og við lindir uppi um rinda
Iðar dreif af björtum reifum.
Stekkur úr haga hestaflokkur,
Hnappast þeir á straumvatns eyri,
Blása nös og blesar rísa,

Blakkir glóa makkar jóa.

Ofanleiti og sjávar-sveitir
Sitja í skrúða allra lita:
Sumarblámi málar múla,
Mjallahvítan siglur fjalla.

Framan í Ægi opnum bæjum,
Iðgræn tún sem draga í brúnir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0274.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free