- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
273

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Betra er að hafa yndi en auð’V
I.

Hann nam hana unga úr sinni sveit,

— Úr sveitinni reið liún þó nauðug!

Því hún var svo fögur og liún var svo væn,

Og heiðin hans sjálfs var svo auðug —

En betra er yndi en auður.

Af morgu’nbrún eygði hún upplöndin björt,

En útver og dalina svarta,

Því morgunn á heiði er komumanns kvöld,

Ef koldimma nótt ber í lijarta,

Því betra er yndi en auður.

Hann sýndi ’enni breiður af bláfjalla vídd,

Sem bældist sem kvífé í túnum —

Hvort tækir þú ungsvein’, er á þessa hjörð?”
Hún anzaö’, en lyfti ei brúnum:

“Nei, betra er yndi en auöur!”

Og þau riöu saman um Svanavatns strönd,

Um sönginn frá mjallhvítum börmum:

“Hvort fengi hann afsvar, sem eign þessa hlaut?”
í átt til hans rendi ’ún þá hvörmum:

“Nei, betra er yndi en auður!”

Hann benti á jöklanna glóandi gnúp,

Með gullborg á sérliverjum tindi: —

“Hvort gengir þú með þeim, sem hérna á höll?”

* Snúit5 úr þjótSsögu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0277.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free