- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
276

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Heimkoman.*

I.

Nú í fortíð — fyrst á seinni
Fardögum í Vesturheim
Þjóðar, sem var eitt sinn einni
íshaf fært, sem vanst ei neinni
Við að finna veg að beinni
Vistaskiftum, vítt um heim.

Þar sem bjó í bændaranni
Bygðardrotning, honum tengd,

Kveðjur sagði sveinninn granni —

Sá var lítill fyrir manni,

Fluttist brott í fararbanni
Fæstra vona, í bráð og lengd.

Stúrlynd kvaddi ei ferðaflokkinn
Freyja hússins, þel var gott —:
“Erfiðast verður, yngsti hnokkinn!

Að eiga þig, frændi, úr landi stokkinn,”
Sagði hún, “þegar eg sit við rokkinn
Þyngist hann við, að þú vékst brott!”

Honum kom sem hvirfilbylur
Kveðja slík — og henni frá.

Djúpvarmur er undir-ylur
Ástar, sem að fátt um þylur.

Lang-bezt æsku-skynjun skilur
Orðin hálfu, hlý en fá.

* Minning’ frá 1873.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0280.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free