- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
278

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Heitinu er eg leystur frá —

Vöxturinn minni en vonin mín sú smæsta!”

III.

Göngumaður gamall stóð viö gróiö leiði
Hennar æfi-aldri síöar,

Yfir moldum sinnar tíðar.

Þú hefðir ekki, þar sem hvílir, þekt hann lengur,
Hálfur ennþá heimalningur,

Hálfur skiftur útlendingur.

Fyrirgefðu, aö aldrei efndi ’ann ætlan sína!
Hélztu ’ann vildi hlaupinn flana
Heim til þín með ósigrana?

Ekki í vafa um velkomu né vildar-fagnað
Þrjóskaðist hann þér að gegna —

Það var aðeins sinna vegna!

Svona er það, sem mannkyns menning málum
Hann sem aldrei aftur vendir, blandar:

Út í heim frá vinum sendir.

Þar á að vinna haukur hver, að heiman sendur,
Nýja vini, nýja fjendur,

Nýjan vanda á báðar hendur.

Kyn hans situr eftir eitt, með ættar-skörðin —
Svo skal smábygð fjalls og fjarðar
Fóstra landnám víðrar jarðar,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0282.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free