- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
284

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvassa egg úr brýndum stalla,
Morðtól bergsins. Mannhættuna
Muldi úr leið, sem ætíð hafði
Skorið sundur sigreipin
Ný og breið, úr bezta spuna.
Bútaður þversum endinn lafði.
Hrapaður, myrtur maðurinn.

Mátti nokkur rengja þá
Sjón, sem liorft þeir höfðu á:

Gráa hendi, hringum setta,

Hnífinn út úr bergi rétta,

Ilvassri egg á spottann spretta
Snögt sem stráið legst af ljá —.

Lýðurinn uppi heyrði og sá
Ekkert nú, fyrir lagi og ljóðum!

Lokst stóð prestur liress þeim hjá,
Engin fanst í fléttu-stúfi
Feyra nú á vaðnum góðum.

Alt kom þarna heilt á húfi!

Heiðnabergsins þaðan frá
Steina-þjóðin, stór og smá,

Liggur dauð og disjuð inni —

Dáin öll með skammsýninni.

V.

Gvöndur góði,

Settur hæst í sögu og ljóði
Fyrir að vígja veisu-keldur —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0288.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free