- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
291

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ef kemstu þar upp, áður risin er sól.

Þar spretta upp vordaggar-vötn undan björgum,
Þá vindur úr djúpinu gimsteinum mörgum,

Og demant og perla, um daggirnar bláar,
í dögun sem hvikur af sólstirni gljá þar.

Og grípi þá unglingur öruggri hendi,

Af alefli og snart, í þá logandi vendi,

Og ef að sú hamraför liræddi ei sveininn,

Þá hremmir hann kannske óskasteininn.

II.

Og h a n n stóð þar einn livítan morgun,

Með liáska kleif hann Tindastól.

Og fast krepti ’ann saman sinn lokaða lófa,

Um leið og í austrinu bryddi af sól,

Því óskasteins-gersemin líklega lá þar.

Úr leiftrinu greip hann þann bezta, er að sjá var.

— En óskasteinn sannur í augun ei gengur,

Og æskunni virðist hann lakastur fengur —
Hann fann, hversu streymdi nú viljinn og varminn
Af vonum og sigrum, um arminn og barminn.

Og fangfylli af þrám sínum fyrstu greip sveinninn.
Því fljótt skyldi reynast óskasteinninn.

Hann bað þess fyrst, að fley liann ætti
1 för aö sigla vítt um heim —

En skiplaus var fjörðurinn, ferjulaus höfnin,

Og fullséð um brigði á vonunum þeim.

Þá æskti hann skógar á skjóllausum sandi,

Því skriðan var óðal hans sjálfs í því landi —

En urðin stóð bólgin og ber, eins og áður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free