- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
293

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Þröngi vegurinn”.

Veginum þrönga ef þú vilt ná,

Sem þig til himna leiði,

Stíginn veit eg, stefn þú á
Steingrímsfjarðarheiði.

Ríði þessum þrengslum á
Og þig hafi í Síon langað,

Hvergi muntu fleiri fá
Fótakeflin þangað.

24. 8. ’17.

Áleiðis til Geysis.

Hugur báls í höllum marmaranna,

Hafa ei að þér stórar fylgjur sótt,

Mín þó sæist sveima hér í nótt,

Hún er ólík aðsókn konunganna.

Hvorki ljón né bjarndýr þér á barmi
Blika sástu skuggsjá þinni í,

Svipaði til, og tækirðu eftir því,

Leizt þú dverg með langspil undir armi.

Þú mátt líkjast lávörðunum prúðu,

Líta smátt á frændsemi við mig,

Þó af ættum sjálfir stæri sig
Hersa og jarla, á Hörðalandi og Rúðu.
Eg hef’ ekki af aðalskyni að segja —

Á þann hátt við teflum drambið jafnt —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0297.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free