- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
294

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ættargöfgin eggjaði mig samt!

Þú mátt, Geysir, vella og viö mér þegja.

Ekki er neitt í mínu hugar-horfi
Helgispell, svo leikir fyrir mér,

Né í kviku kverkarnar á þér
Hef’ eg skap að troða mínu torfi.

Hyggur þú, eg hrollinn ekki finni
Heftrar listar, neydda annars vild!

Betra að sóa sinna krafta snild
Ókend lind í eyöimörku sinni.

Þig eg kenni. Úti í yztu löndum
Orðstír þínum hef’ eg feginn mætt,

Vissi það, þú varst í minni ætt,

En í hljóði liélt þeim tengdaböndum.
Aðrar þjóðir sína suðubolla

— Sitt að frægja, smátt sem orð af fer —
Hafa girnst að heita eftir þér,

Sem við nafnið tignin muni tolla!

Bregða kantu á eilífðina alla
örskots-mynd um veraldanna sköp:
Stólpans blossar, bogans stjörnuhröp,
Sólnakerfin, sem að rísa og falla,

Séð í leiftrum hvers þíns orku — eða
Elds og vatnsins stöpli að himin-brú.

Þú gýs einn, og enginn nema þú!

Ef þú gýs, þá kann eg ekki að kveða.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0298.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free