- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
312

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

IV.

Þegar upp til birtu brá
Bjart var út að líta,

Fram á sævar sólskins-blá
Svanavængi hvíta.

Blærinn lék við báru-köst,
Bæði kvað og þagði.

Seglið ýrum-úðga vöst
Undir vangann lagði.

Beggja-skauta byr var siglt,
Blávatnaði strendur,

Runnu að hafi fjöllin fylkt
Fast á báðar hendur.

Skilaði inn um skerin auð —
Skriðið austri flýtti,

Þegar yfir söxin sauð
Sjór, sem neglan spýtti.

O’n í djúpin aldan hnaut
Uppvið báða stokka.

Hárrar siglu hvítu-skaut
Himinglæfur brokka,

Mændu hæstu hranna-fjöll,
Hurfu djúps að álfum,
Stukku þverbrýnd þeysi-föll
Þurrum kili hálfum.

V.

Ykkar, skriflin elli-rýr,
Engum skálda-muna

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free