- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Andet Bind. 1885 /
137

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um Skíðarimu (Finnr Jonsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

137

Látum heldur leika taum

af litium efnum fróðum

þó kunnáttan sje næsta naum

hjá nýtum gullhlaðs tróðum.

Hjer hefir ^.ritarinn að líkindum ekki getað lesið orðið ctennj
öðruvísi en ctaumj, og breytt svo eptir því hinu. En þó að það sje
nú að tölunni til ekki svo fátt, sem þess kyns er, þá ber þó enga
orsök til þess, að álíta allt handritið eptir því, eða að öll afbrigðin
sje breytingar ritarans sjálfs. Pað sem ritarinn eptir hyggju minni
hefir sjálfur á þá leið breytt, mun jeg eigi taka hjer með. Aptur
á mot ætla jeg að rita hjer allan orðamun, þann er mál greinir, og
þar að auk ýmislegt, sem jeg veit eigi hvort rjettara er, en getur
þó verið merkilegt. Jeg ætla að merkja útgáfu Maurers með M,
Wiséns með W og handrit mitt með F.

I F er ríman kölluð: Ríma af Skíða göngumanni ort af Sigurði
fostra.

1,3 þykkir (rjettara: þikkir) MW sýnist F; hvort hjer sje rjettara
og upphaflegra verður eigi með vissa sagt, og svo er að segja um
margt annað þessu líkt.

2,3 froðin MW fljóðin F (og M neðan máls); hvernig "froðin"
eigi að skiljast og setningin eptir því veit jeg eigi vel; þar á móti
skil jeg mjög vel hitt: "fljóðin feta ekki þar úr", konurnar komast ekki
aptur þar út úr ö: aldingarðinum, ef þær eru komnar inn í hann,
og það er það "sem má leiða af því gamni" (1, 3-4) þ. e. af
mansöngvum.

3. erindi er svo í F:

Komi upp nökkur kvæðin fín

af kátum silkihrundum

kalla þær það sje kveðið til sín

af kærleiks elskufundum.

Eins og erindið er hjer, álít jeg það upphaflegra, en eins og það
er í MW; cfín> er betra en ’þá3, sem er nokkuð svo dauft; caf*
finnst mjer rjettara en chjá:* frá skilningarinnar hálfu, og einkum er
ctil sín’ betra en csig á3; csig3 eða csín* á auðsjáanlega að hafa þá
stöðu í vísuorðinu, er áherzla liggur á, en það er eigi í MW.

Á eptir 4 er. standa í F tvö er., sem jeg set hjer, þó að jeg
ætli að þau sje frá seinni tímum; þau hljóða svo:

Komi eg svo nokkuð konunum nær

um kviðinn þeirra strjúki

þá er sem eldurinn ösli um þær

í öllum þeirra búki.

Fínlega gefa mjer fljóðin mat
svo fullvel má eg af leifa
en um þeirra undirfat
aldrei fæ eg að þreifa.

6,2 hefir F cá* fyrir cf (óðar ranni); cá* á betur við ’flaut1, V
á betur við crannij; hvort upphaflegra sje, læt jeg ósagt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:23 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1885/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free