- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Andet Bind. 1885 /
144

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um Skíðarimu (Finnr Jonsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

144

yeit jeg eigi; ’örva sveimr’ merkir þar á móti "sagittarum
multi-tudo" á latínu, eða hjer um bil ’pilregn’ á dönsku, og það ætti hjer
ofboð vel við.

152.1 þótti MW þóttu F, sem jeg hygg að sje rjettara. 3. vo.:
hölda MW hal F; vera mætti að hjer ætti einna helzt að standa
’halr’; 4. vo.: drepa þar MW drápu F, sem sýnist eiga betur við
þálega tímann ’klauf í 3. vo.

153.2 mátti MW má þat F. 4. vo.: réðu MW hlutu að F;
hvorttveggja hygg jeg að fari füllt eins vel.

156.3 þar MW þeim F, sem sjálfsagt er rjettara. I 4. vo. stendur
orðmyndin ’öxir’ í MW; þessi orðmynd er undarleg og jeg held að
hún hafi aldrei verið höfð; nefnifall fleirtölu (nom. pl.) heitir í raun
rjettri öxar (ja-stofnsorð); seinna fóru menn að beygja orðið sem
það væri af i-stofni, eins og t. a. m. ond, andir, svo að nefnifallið
hjet nú ’axir’ og þessi mynd stendur í F. Hjer á því annaðhvort
að vera ’oxar’ eða ’axir’.

160,i Berserkr einn er MW Berserkur sem F. Pess skal getið
að F hefir ’Brúni’ og ’honum’ í 4. vo., sem W.

163 vantar í F, og jeg hygg að erindið sje seinna ort inn í.
Starkaðr er nefndur hjer að raunalausu, og án þess sagt sje neitt
meira um hann; enn fremur er 2. vo.: ’ok stytti næsta hinn bruna’
W stillti næsta Bruna M litt skiljanlegt, einkum í W; ’næsta’ er
undarlegt og hvað ’Brúni’ ’hinn brúni’ merki er torsjeð; að það
eigi að merkja ’Fofni’ eða ’orm’ er mjer óskiljanlegt, enda sýnist
Maurer að hafa slengt því saman við orðið "bruna"; það gæti eigi
merkt annað en "den mörkladne" á dönsku; enn fremur finnst mjer
"bölvat bupp" vera fremur magurt, og ’mína5 í síðusta vo. nokkurs
konar hortyttur. Allt erindið held jeg því að sje seinna ort inn í
af fremur óliðlegum hagyrðing. Ofan á allt þetta kemur nú enn,
að 164. erindi sýnist falla svo vel við 162. er. að þar sýnist ekkert
í vanta. I 165 er. hverfur Fáfnir burt og Starkaður kemur fyrst
fram á vígvöllinn þar á eptir, eptir að hafa hvílt sig eptir
viður-eignina við Ivar (139. er.).

167.1 Ei er vón MW Ætlarðu ei F. Upprunalega ímynda jeg
mjer að staðið hafi ’ætlaðú ei’, boðháttur (imperativ).

168^ stendur að eins í fáum handritum, eptir því sem Maurer
segir. I F vantar það, og jeg hygg að það sje frá síðari tímum,
einkum af því, að í því er orðið ’panna’, sem aldrei hefir íslenzka
verið í merkingunni ’enni’; en í stað þessa erindis hefir F annað,
sem jeg og hygg að sje seinna ort inn í, af því að það er í heild
sinni dauft og merglaust. Par að auk fellur 169 mjög vel við 167.
168. er. er í F svo;

Ásaþór með æði þá

orðin senda kunni,

hugði Skíða hart að slá

hrökk að baugarunni.

178.2 við MW á F. 3. vo.: þá var mikit þausnar (þusnar M)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:23 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1885/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free