- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Andet Bind. 1885 /
145

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um Skíðarimu (Finnr Jonsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

145

vess MW þá varð mikiÖ um þusur hess (= hers) F; hið siðara
finnst mjer betra en hið fyrra; ’þausnar vess’ gæti eigi þýtt annað
en t. a. m. ’tumultus sonitus’ á latínu, og væri þannig eigi nein
eiginleg orrustukenning; og það má segja, að ’þausnar vess’ eða
’hávaði’ hefði átt sjer að u r stað, og hefði þá eigi fyrst byrjað.
Lesi maður þar á móti ’þusur hers’ = vehementes exercitus motus,
þá væri það betra; áður höfðu einstakir kappar barizt hvorir
við aðra, nú þegar æsir hafa skorað á alla, að hrekja Skíða, þá
íyrst verðu r mikið um hlaup og stökk fram og aptur (= þusur)
allra þeirra sem í höllinni eru (== hers). 4. vo.: þrjátigi MW
þúsund F; það seinna er sjálfsagt rjettara.

180,3-4 margr um einn manninn W margur einn um manninn
MF. Jeg fæ eigi sjeð að hið síðara sje eigi füllt eins rjett sem
hið fyrra; ’margr einn’ er á borð við ’fáeinn’ og er altítt.

187.2 atsókn MW sókn F; ’sókn’ er sjálfsagt rjettara hjer;
bæði er það eins rjett frá skilningarinnar hálfu, og svo er ’gilda
atsókn’ afleitlega stirt, hvort sem a í ’gilda’ er sleppt eða ekki.
þar á móti er ’gilda sókn’ svo liðugt, sem á verður kosið. 3. vo.:
tekr MW tók’ F; frá MWT hjá F; 4. vo.: sendir MW sendi það F.

188.3 nú er hann heima MW heima var hann F, og það
lætur füllt eins vel í eyrum, einkum af því að áherzlan verður þá
meiri á ’heima’, mótsetningunni við hans fyrri dvöl í Valhöll.

189,i at MW er F. 2. vo.: trútt at hnjósi MW traust at frjósi
F; hvað ’hnjósa’eigi að merkja hjer (annað en ’hnerra’, sem á engan
hátt sýnist eiga við) skilst mjer eigi, og jeg efast mjög svo um, að
það sje rjett; ’frjósa’ þar á móti væri auðskilið, einkum úr því að
Skíði lá ’yzt við gátt’, þar var kaldara en innar; krókpallurinn, þar
sem Skíði lagðist niður til svefns, sýnist að hafa verið í öðrum
innra k r ok (hjørne) stofunnar, svo hefir hann í svefninum staðið
upp, gengið til og frá, og loksins lagzt niður fram við dyrnar og
vaknað þar.

192 vantar í F, og jeg efast eigi um, að það sje siðar ort inn
í af einhverjum, sem þótti það vanta í frásögnina, hvernig Skíði
hefði fengið nýjan hólk á staf sinn; síðari hluti erindisins er
all-daufur og nokkurs konar endurtekning af erindinu á undan. Hins
vegar þotti mjer líklegt, að fyrri helmingur 193. erindis væri orð
Porleifs, og að skáldið byrjaði fyrst að lýsa Skíða sjálfum með
orðuBum: Örkumlaðr osfrv.

193.4 voru hinir á MW ’hinir’ er valla málrjett, af því að
eigi er talað um ’aðra’ skó(na) á undan; hjer ætti því að standa:
’aðrir’, ef rjett skyldi vera; enn fremur er það undarlegt, að eptir
að skáldið er búið að lýsa skónum í heilum erindishelmingi, og svo
farinn að tala um líkamsástand Skíða í 3. vo., að hann þá (í 4. vo.)
skuli hlaupa aptur yfir í lýsingu eins ómerkilegs hlutar, sem skórnir
eru í raun rjettri; jeg efast því eigi um, að það sje miklu rjettara
sem í F stendur: ’upp á höfuð frá ristum’, Skíði var sjálfur særður

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:23 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1885/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free