- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tredie Bind. 1886 /
366

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði (Jón Þorkelsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Íslenzk Kappakvæði.



*



Í fyrsta ári þessa tímarits hefur Dr. Gustaf Cederschiöld
gefið út hið svo nefnda Allrakappakvaéði med fræðandi
athugasemdum, og hefur þar með fyrst eiginlega bent á hvað merkileg að
mörgu leyti hin íslenzku kappakvæði eru.[1] Hið fyrsta islenzkt
(norskt) kappakvæði er Eyvindar skáldaspillis frá 10. öld, en sem
nú er glatað. Íslendingadrápa Hauks er talin frá 13. öld, og gaf
Theódór Möbius út það, sem til er af því kvæði í Kiel 1874. Í
ýmsum hinum íslenzku rímum bregdur og fyrir kappatölum, og er
það í mansöngunum, svo sem í rímum Hjálmtérs og Ölvis (Sbr. E.
Kölbing Beiträge p. 152-53). Allrakappakvæði setur Cederschiöld,
að sé frá öndverðri 16. öld eða næsta mannsaldri fyrir siðaskiptin.
Í háttalykli, sem eignaður er Lopti Guttormssyni ríka (d. 1434)
vottar fyrir kappatali. Kappakvæði þau, sem hér koma á eptir eru
öll frá 16. öld; hið fyrsta er frá byrjun 16. aldar, en hin frá
siðara miðbiki hennar. Síðan þá tíð eru til mörg kappakvæði, svo
sem eptir Björn Jónsson á Skarðsá (d. 1655), Jón Guðmundsson
lærða (d. 1658), að þvi, er sumir telja, Guðmund Bergþórsson (d.
1705), Steinunni Finnsdóttur í Höfn í Borgarfirdi (um 1710), Jón
Þorsteinsson í Fjörðum á öndverðri 18. öld, Brynjólf Erlingsson á
Einarslóni undir Jökli (um 1700), sem var einn þeirra, er kvað
móti Skautaljóðum Guðmundar Bergþórssonar, og auk þess mörg,

[1] Eg vil leyfa mér að geta þess, að þar sem útg. getur þess til að
kienv (25) megi ef til vill takast sem kænum, getur víst varla verið.
Ennfremur má geta þess um Vilmund, sem nefndur er í 7. erindi,
að saga hans er prentud: Sagan af Vilmundi viðutan. Utgefandi
Gudmundur Hjartarson. Reykjavik 1878 8vo. Ögmundur og Randver
(12), sem útgefandum segist, ekki þekkja, eru án alls efa þeir,
sem koma fyrir í sögunni af Ulfari sterka og eru þar miklar hetjur.
Sagan hefur aldrei verið prentuð, en er til her og hvar í afskriptum,
svo sem AMagn. Nr. 585B 4to chart., Ny kgl. saml. i kgl. Bibl. Kh.
Nr. 1695 4to chart., Mss Kall. Nr. 614 4to, British Museum Collect.
Banks Nr. 7 chart., Collect. Barr. Goulds Nr. 5 chart, og Ísl.
bókmfél. Nr. 131 8VO (skr. 1833). Af sögunni hafa margir ort rímur,
svo sem Jón Jónsson i Vattarnesi (sbr. Kvæði Stefáns Ólafssonar I.
413), Bjarni Bjarnason, Þorlákur Guðbrandsson og Árni Böðvarsson.
Rimur Þorláks og Árna eru fyrst prentaðar i Hrappsey 1775. 8vo
og aptur í Elaupmannahöfn 1834. 8vo, og hafa þær verið í mesta
afhaldi á Íslandi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:44 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1886/0370.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free