- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tredie Bind. 1886 /
375

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði (Jón Þorkelsson) - - I. Vísnaflokkur Bergsteins Þorvaldssonar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

375

jós upp óma ysju

af ós er fyrst kann frjósa.

28. Snakkaði eg IjóÖs af snekkju
snikka rétt til skikkað,
hækkan -hlotnist lukku
hlakkandi vel þakkar,
gekk til gamans nokkuð,
gefst oss þökk nær rökkvar,
þekkist þýðum sprakka
þokki á litium flokki.

Af þeim köppum, sem nefndir eru í þessu kvæði er mér ekki
alveg Ijóst um alla, en þeir eru þessir:

5. erindi. Filippus er óefað Filippus eða Filpo fagri. Saga
hans þekkist nú ekki, en rímur af honum eru til, og hefur Dr.
Theodor Wisén gefið þær út í "Riddararímum" 1881, og
kalast þær äðru nafni "Krítarþáttur."

6. erindi. Konráb Keisarson og Roðbert. Saga af Konráði
Keisarasyni er alkunnug, og er gefin út af Gunnlaugi rórðarsyni
Kaupmannahöfn 1859 og í Fornsögum Suðrlanda af
Cederschiöld. Konrádsrímur hinar fornu eru útgefnar af Wisén í
" Riddar arímurn" 1881. Seint á 16. old. orti Magnús Jonsson
prúði (d. 1591) rímur af Konráði Keisarasyni, og á 18. öld.
Guðbrandur Einarsson á Fljótsbakka í þingeyjarsýslu, sem
kallaður var Galdra-Brandur.

7. erindi. Bevus. Saga hans er enn til (Bevus saga, Bevers
saga) og er útgefin af Cederschiöld í Fornsögum Suðrlanda.
Á öndverðr; 18. öld. orti Þorsteinn Magnusson á Hæli í
Grnúpverjahrepp rímur af Bévusi. r ór steinn var enn á lífi 1732,
en var þá við aldur.

8. erindi. Boringur er óefað Bæringur fagri. Bærings saga er
prentuð í ^Fornsögum Suðrlanda, og hefur sagan verid í miklum
metum á íslandi. Bærings rímur hinar fornu eru frá tímum
Bergsteins blinda, því að þær finnast í Staðarhólsbók A Magn.
Nr. 604. 4to C., sein er á skinni. fær eru þar þó ekki
heilar heldur að eins 7-12. Meðal íslenzkra handrita í
Stokk-hólmi í Svíþjóð Nr. 22 4to membr. eru 6 fyrstu rímurnar, svo
þær æru allar (14 að tölu) til á skinni frá hér um bil 1500,
og brot af þeim finst í A M. Nr. 146. 8vo á pappír með hendi
Jóns Finnssonar. rær byrja:

Fyrri kunni eg fræða veg &c.

Að niðurlagi stendur:

. . . hér mun bragurinn batna viðr,
Bærings rímur falli niðr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:44 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1886/0379.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free