- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tredie Bind. 1886 /
376

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði (Jón Þorkelsson) - - I. Vísnaflokkur Bergsteins Þorvaldssonar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

376

s

A 17. old orti Jón GuÖmundsson Rauðseyjaskáld, sem
var á lifi enn 1640 (Jón í Rauðseyjum) rímur af Bæringi
fagra, sem einnig voru 14 að tölu. Pær byrja svo:

Hér skal renna í hægum býr &c.

og finnast þær heilar í AMagn. Nr. 130. Svo. Jón bindur nafn
sitt í þeim:

Ægis fil og åla rann i o

örftugur hug ar ins tregi, n

heitir sá, sem fræðið fann,

fagurt þó virðist eigi.

Um aldamótin 1700 á aÖ giska orti Bjarni nökkur Amason
bóndi í Fáskrúðsfirði fyrir aus tan rímur af Bæringi fagra
eptir sögn Jóns Olafssonar frá Grunnavík (Bibi. Univ. Hafn.
Add. Nr. 23. FoL).

7A fyrri hluta 18. aldar orti Oddur þorkelsson ættaður
norðan úr Uppsasókn i Eyjafirdi rímur af Bæringi fagra, aÖ
sögn Jóns frá Grunnavík (1. c.); voru þær einnig 14 að tölu
sem hinar fornu og Jóns Rauðseyjaskálds. Oddur fór 1728
til Kaupmannahafnar og lærði þar könnusteypara handverk,
fór sídan til þjóðverjalands og var þar hálft annað år, og
kom aptur til Kaupmannahafnar 1738, og kvæntist þar 1740,
og endar þar hans saga. Rímur hans þekki eg að f minsta
kosti ekki, og efast eg um, að þær sé nú til, en Jón Olafsson
tilfærir tvær vísur úr þeim:

Hlutust, skutust Hárs á sprund að stundu,
dynkur varð, svo dundi á grund,
dreifðist víða unda sund.

En í þeirri seinustu er þetta í mansöngnum:

Hildi banda goms á gått
gr eitt úr s agna inni
skyldi vanda hljóða hátt,
hún ef fägna kynni.

?A 19. Old f hafa og verið ortar rímur af Bæringi fagra og
eru þær eptir Ärna bónda Sigurðsson á Skútum í Eyjafirði
(d. 1838), og byrja þær svo:

Pulins vildi eg þópta gamm &c.

Ennfrenrar á Sigurður Bjarnason að hafa ort Bæringsrímur.
það er því auðséð,,að sagan hefur leingi verið í metum hjá
alþýdu manna á íslandi.

9. erindi. Hringnr og Tryggvi eru alþektir, því þeir eru
aðal-mennirnir í þeirri sögu, sem nefnist Saga Brings og Tryggva.
Sagan hefur enn ekki verið útgefin, en er til í mörgum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:44 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1886/0380.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free