- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
26

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Leiðrjettingar

á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu.



*


I.



Fornkvæði þau hin norrænu, sem einu nafni nefnast
Sæmundar-Edda, hafa oftlega verið prentuð, sem kunnugt
er (sjá bókaskrár Möbíusar). Mart og mikið hefur og verið
ritað um þau, bæði öll í einu lagi og hvert fyrir sig, bæði
um það, hve merk kvæðin sje fyrir norræna goðafræði og
fyrir norræna og enda fornþýzka frumsagnafræði. Þó er
efalaust mart órannsakað enn i þessum efnum og mart óvist.

En það sem fyrst og fremst verður að gera, til þess að
rannsóknir þær, er nú var getið, megi verða sem fullkomnastar,
er að texti kvæðanna sje rannsakaður svo rækilega, sem
frekast er unnt, orðin sjálf og orðanna hljóðan hvers við
annað, erindaskipun og hugsunarþráður. Allt þetta verður
að athuga og meta, vega það á gullvog norræns máls,
norræns hugsunarháttar og norrænnar kvæðagjörðar.

Margir eru þeir, sem hafa fengizt við orða skýringar og
orðalagfæringar og ríms i kvæðum þessum. Tel jeg þar
fremstan í flokki S. Bugge af Norðmönnum, M. B. Richert
og Th. Wisén af Svíum, Svein Grundtvig af Dönum, Finn
Magnússon og Sveinbjörn Egilsson af Íslendingum. Af
Þjóðverjum mætti telja þá H. Lüning, H. Hildebrand, Müllenhoff,
Edzardi og Sievers. En margir fleiri, en þessir menn hafa
komið með lagfæringar.

Samt sem áður er mart í kvæðum þessum enn, sem að
mínu viti hefur valla verið skilið á rjettan hátt. Jeg hef

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free