- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
31

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

31

Müllenhoffs gild. Hann styðst við það að orðið hverr sje íslenzkt
og beri þess vott, að helmingurinn sje saminn á íslandi, þar
sem heitar laug a r (hverir] finnist. En hverr þarf alls eigi
að merkja heita laug hjer. Það er engin vissa fyrir þvi, að
svo sje. Hverr merkir og ketil, og hraunJcatlar heita dældir
í hraunum. Mundi hvera limdr ekki vera hellirinn, sem
Loki var bundinn í, hvort sem orðið er sameiginligt nafn
(nokkurs konar kenningj eða eigiðnafn? En þótt vant
sje að skýra orðið, er það eingin ástæða til þess að
álita helming þenna yngra en Vplospp. Einmitt byrjunin:
hapt sá liggja er svo Völuspáarleg, sem framast má verða
og miklu betri en: fá Má vala osfrv. Visuhelmingurinn í
H sýnist mjer þar að auk vera næsta ólikur öllu kvæðinu
að gerðinni til, orðaskipunin flókin og ólík því, sem ella finnst
í sp ánni. Völvan hefði líka valla farið að dvelja
jafnsmá-smugult við böndin, sem Loki var bundinn með, hún sem
annars er svo fáorð og dulmælt. Enn fremur er frásögnin í
þessum helming öðruvísi en í Snorra-Eddu. Pär er það Váli,
sem rífur Narfa bróður sinn í sundur, og með þörmum Narfa
er Loki svo bundinn, en þetta er miklu ómerkara atriði. En
eins og spáin er í Hauksbók, þikir hún oft bera, þess merki
að sá sem ritaði hana þar, eða annar á undan honum, hafi
farið eftir minni sína, en oft rangminnt til. Gæti því hugsazt,
að einhver hefði ekki munað upphafið á erindi þessu og ort
svo sjálfur fyrra hlutann. En hvað sem þessu líður, álít jeg
óefað, að R sje hjer rjettari.

Helmingurinn er að sönnu torskilinn. Bugge hefur getið
þess til að rita eigi: logjarn, og mun það rjett. Orðaröðin
yrði þá: Hon sá hapt, áþekkjan líki lcegjarns Loka liggja und
Hveralundi (- vidit captivum, similem formæ dolosi Lokii,
(sub ==) in antro jacentem). Pessi haptr, sem líkist Loka, er
náttúrlega Loki sjálfur.

í síðara helmingnum er orðaskipunin: fár sitr Sigyn umb
sinom ver, feyge vel glýjof; er ekki rjett hjá Müllenhoff. Smbr. í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free