- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
34

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

34

skyldi standa geir um þennan einan? Geir er að vísukomið hjer
inn, af þvi að rjett á undan stendur præs. - um það sem
alltaf átti sjer stað: Vekr.

44. er.

Jeg vil hjer gera litla athugasemd um orðið: sigtíva.
Svb. Egilsson hefur skýrt svo, að það merkti sigursæla
guði, og enda Müllenhofl fylgir því. En er það ekki mótsögn,
að kalla þá guði sigursæla, sem flestir allir fjellu og biðu svo
ósigur, og það einmitt í þessu sambandi? Hjer til kemur
svo það, að orðið heitir sig-tívar og ekki sigr-føw, en sig
merkir orrustu; sigtívar því = orrustuguðir, og það á
einkar vel við um þá guði, sem alla tíð áttu í sífelldri baráttu,
þangað til þeir fjellu flestir í hinni síðustu alheimsorrustu,
Mjög oft er sig blandað í handritum saman við sigr;
sigr-minnigr, sigrnenninn og fleira þvilikt á allt að vera sig- osfrv.

48. er.

Þetta erindi hafa allir álitið upprunalegt á þessum stað.
Konr. Gislason áleit (i 44 Pröver) að hjer væri tveim
vísna-pörtum saman blandað, þannig, að 1-2 væri úr einni og 3-8
úr annari visu, og að í þá vísu vantaði 2 vísuorð á eftir
því 4. Að þessari niðurstöðu hefur hann víst komizt af því,
að í 3-8 er ekkert svar upp á spurningarnar í 1-2. Jeg
hef og tekið eftir þessu, en mjer þikir ísjárvert að skipta
vísunni þannig, af því að hún er eins í öllum handritum af
báðum eddunum. I?að er mart athugavert við vísuna. Fyrst
það, að ekkert kemur svarið uppå spurningarnar í 1-2.
í annan stað eru öll orða tiltæki mjög ó"völuuleg og ungleg.
Pað er þess útan búið að lýsa þeirri óró og þeim kvíðahrolli,
sem fer um alla náttúruna, svo stutt og þó svo stórkostlega í
undanförnum vísum (46-8), að þessi vísa er ákaflega dauf og
efnislítil á eftir hinum. Það er búið að segja, að "Yggdrasil»
askr" (= allur heimur) skjálfi (47); er þá þörf að tala um7
að "allr jötunheimr" gnýi? Það er búið að segja frá því, að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free