- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
50

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

50

í neinu sambandi við þann kaflann, þar eð þær sjeu um allt
annað, nefnilega nm mannlega vizku. (D. Á. V, 257). Petta
er að vísu rjett, en jeg held, að Müllenhoff hafi ekki hitt
fällan sann hjer. Gráum vjer að 57. er., sem Müllenhoff heldur
og skeytir við 52. er., þá sjáum vjer, að í fyrr a helming
hennar:

brandr af brande

brenn, uns brunnenn es.

f un e kveykesk af f un a

er auðsjáanlega talað um tilorðning vináttu og fjelagskapar í
líking við eld,, sem kvikni af eldi. Petta er svo skýrar sagt
líkingarlaust í næstu tveim vísuorðum (jeg tek upp hinar
ágætu leiðrjettingar Müllenhoff s sst):

mafr manne

verf r af måle Icu f r]

en svo kemur síðasta vísuorðið:

en til dcelskr af dul]

það er auðsjáanlega mótsetning (en . . . ) við hið fyrra, og
eykur þannig alveg nýju atriði við, sem ekki hefði mátt búast
við, ef Müllenhoff hefði rjett mál. Hugsunarþráðurinn er samt
fullkomlega rjettur. "Maður verður öðrum kunnur af máli,
lærir meira, og sjeræ betur, að honum sjálfum er af átt; hann
fær engar háar hugmyndir um sjálfan eig, verður ekki
dular-f ullur, en ef hann er einn út af fyrir sig, og á ekkert við
aðra menn að skipta, verður hann dul arf ullur, álítur sig
sjálfan mestan allra, og - þess vegna er hann og verður
hann dolskr ö: heimskur". Pannig kernst skáldið mjögliðlega
að því, að tala um heimsku manna og vizku. Lífsspekin
er komin undir fjelagskap og vináttu - það er
áframhaldið í hugsuninni, og svo er þetta af ásettu ráði sett.
Að sleppa alveg hinum ágætu vísum 53-56 er ísjárvert, en
liðinn milli þeirra og 52 vantar. En er hægt að efast lengur
lim, að liðurinn er 57? Pessivísa fellur einkar vel við 52, en

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0054.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free