- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
51

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

51

með síðasta vísuorðinu, sem jeg nú hef skýrt, líður hugsunin
hægt og mjukt yfir að 53-56, að vizku manna, hversu hún
eigi að vera, svo að bezt sje. Með öðrum orðum: 57 á að
flytja til, og setja milli 52 og 53. Pá er allt í beztu skorðum.
Með 52 endar 2. kafli kvæðisins.

53. er.

Fyrstu 2 vísuorðin eru r j ett skilin og skýrð af G-rundtvig.
Því í 4. vo. falli burt. Síðasta vísuorð hefur verið skýrt svo:
"Dividui sunt homines ubique, i. e. in duas classes
(pruden-tium et imprudentium) dividuntur"; sama hefur Luning í sinni
bok (s. 273): "halb (in zwei hälften getheilt) ist überall die
weit, d. h. es gibt dumme und kluge leute". A móti þessu
hefur Bugge haft (Aarb. f. nord. Oldkh. og Hist. 1869), og vül
hann lesa hvar: "hver af de 2 Klasser af Mennesker er halv,
d. e. danner kun en Halvdel, som har sin Modsætning i en
tilsvarende Halvdel." Hugsunin verður þó sú sama.
Grundtvig hefur kallað skýringu Bugges "kunstig", og jeg get
ekki neitað því, að mjer finnist það. Grundtvig vildi
rita hvars, "slægten er halv af hvert o: de halve
mennesker er dårer". Hugsunin sama. Jeg fæ ekki sjeð, að
hjer sje nein þörf á að leiðrjetta hvar, sem merkir alstaðar.
Pað er að eins komið undir því, að skilja orðið halb.
Jeg efast ekki um, að það merki hjer - ekki tvískipt
eða skipt í tvo helminga, heldur - o fullkorn in. "Alstaðar
eru mennirnir ófullkomnir" er hugsunarrjett. Þess konar
merking gåt hálfr vel haft, og hafði, einkum í samsetningum.
Frá nútíðar máli á íslandi þekki jeg hana og, svo að
ekkert getur verið því til fyrirstöðu að álíta, að hálfr
merki hjer ófullJcominn. Pað er heldur ekkert eðlilegra; allt
hálft er ófullt, ófullkomið.

55. er.

Þvíat í 7. vo. falli burt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free