- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
381

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði, forts. (Jon Þorkelsson) - - III. Kappakvæði Þórðar Magnússonar á Strjúgi

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

381

og hlnum fornu Króka-Refsrímum, sem ætla má að sé frá hér
um bil 1389 eða litlu yngri en sagan sjálf eins og hun nú er. Sjá
Formála Pálma Pálssonar fyrir útgáfu hans af sögunni og fornu
rímunum Kh. 1883. Pär er prentuð þessi vísa, að mestu eins og
hún finst með hendi Björns á Skarðsá í Stockh. Nr. 4. 4to chart.

17. erindi. Gísla Súrsson hlýtur Pórður að þekkja eptir sögunni
sjálfri, því að þær elstu rímur, sem menn hafa sögur af eru
hér um bil hundrað árum seinna ortar en Pórður var uppi;
eiga þær að vera eptir I?orlák Guðbrandsson Vídalín sýslumann,
sem sumir hafa kallað Ovidius Islands, Hann dó í stórubólu
1707. Gísli Jonsson bóndi í Siglufirði á 18. öld á og að hafa
ort rímur af Gísla Súrssyni, en hvorugar af þessum rímum
þekki eg, en Hallgrímur Jonsson og Einar Bjarnasön geta þeirra.
Sigurður Breiðfjörð orti rímur af Gísla Súrssyni, og eru þær
prentaðar í Kaupmannahöfn 1857.

18. erindi. Sjá Fjósarímu 47 erindi.

19. erindi. Sjá Fjósarímu 53 erindi.

20. erindi. Sjá Fjósarímu 48 erindi.

21. erindi. ]?ótt eingin handrit af sögunni af Gunnari
Keldugnúps-fífli sé eldri en frá 17 öld, þau er nú eru til, þá er hún þó
töluvert gömul, og varia yngri en frá 14 eða 15 öld . eptir
rímum getur Pórður naumast hafa þekt Gunnar, því að mér
vitanlega fara ekki sögur af neinum rímum af sögu hans, nema
Jóns Illugasonar Eyfirðings, er mun hafa verið uppi um síðusta
aldamót. En eg þekki þær ekki.

22. erindi. Sjá Fjósarímu 51 erindi.

23. erindi. Eið Skeggjason þekkir Pórður frá Pórðarsögu hreðu.
Sbr. 1 erindi hér að framan. Sjá Fjósarímu 44 erindi.

24. erindi. Sjá Fjósarímu 50 erindi.

25. erindi. Sjá Fjósarímu 45 erindi.

26. erindi. Barða Guðmundsson (Víga-Barða) verður Pórður að
þekkja eptir Heiðarviga sögu. Eingar rímur eru mér kunnar
af þeirri sögu.

27. erindi. Yíga-Styr getur Pórður bæði þekt frá Eyrbyggju og
Heiðarviga sögu (sögu Viga-Styrs og Heiðarviga), nema til hafi
verið sérstök saga af Víga-Styr á dögum Pórðar.

28. erindi. Hólmgöngu-Bessa og Kormak þekkir Pórður af
Kormakssögu, því að þær rímur, sem sögur fara af, eru yngri.
Ólafar Arrlgrímsson vatnsdælskur, sem líklega hefur verið uppi
á seinni hluta 17 aldar, á að hafa ort rímur af Kormaki, en
ekki þekki eg þær. Nikulás Finnsson af Akraætt, uppi um 1700,
á og að hafa ort rímur út af Kormakssögu, og Porvaldur
Magnusson frá Húsavik (d. 1747), en hvorugar þeirra þekki eg heldur.

29. erindi. Búa Andríðarson verður I?órður að þekkja eptir
sögunni, því að allar rímur eru yngri. Elstar eru rímur Jóns
Jónssonar í Vattarnesi, sem var enn á lífi 1670 þá aldraður,
en ekki þekki eg þær. Pär næstar eru séra Eiríks Hallssonar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0385.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free