- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Femte Bandet. Ny följd. Första Bandet. 1889 /
300

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Häfte 3 - Nekrolog över Jón Árnason (ι. θ. = Jón Þorkelsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

300

í.

hverju mátti þykja merkilegt/ Hann spurdi skólapilta spjörunum
úr um allar kreddur og kerlingabækur sem hugsast gatu og ådra,
þjódlega frædi úr öllum áttum lands. En honum var líka mesta
ánægja í því ad segja þeim sögur og fræcta þá, og er óhætt ad
segja ad allir þeir, sem hafa hirt um eptir ad taka, máttu nema
marga þjóctlega frædi af samrædum Jóns .^rnasonar.

Jón Árnason var hinn mesti idjumadur alla æfi. þegar hann
var nýordinn student ecta 1845 tók hann ásamt Magnúsi
Gríms-syni (d. 1860) ad safna þjódsögum íslenzkum, þulum og kvæctum
og odrum þjódfrædum, og er svo ágætlega skýrt frá hvernig því
safni midadi áfram bædi í formála Dr. Gudbrands Vigfússonar fyrir
I. bindi af þjóíjsöguimm og í inngangi hinnar fródlegu ritgjörctar
cand. philos. Olafs Davídssonar um íslenzkar skemtanir (Kh.
1888), ad hér er óþarfi ad fara frekar út í þad. En sá alment
kunn-ugi árangur af þessu safni eru íslenzkar Þjóðsögur og ofintýri
Leipzig 1862 - 64, sem hafa gert íslenzkum bókfrædum hvervetna
sóma og sem Jón Árnason er ordinn kunnugur fyrir alstadar þar
sem íslenzkt mál þekkist og íslenzkar bókmentir eru nokkurs
met-nar, og hafa þær ad minsta kosti verid þýddar (ad miklu leyti) á
ensku, þýzku, dönsku og norsku; svo mikid átrúnadargod er þessi
bok og alþýdu á íslandi, ad slíks eru vart dæmi, og mun ekkert
þad manns barn á landinu, sem ordid er vits vitan di , ad þad, hafi
ekki heyrt ecta lesid þjódsögurnar og hafi heyrt Jons gamla
Árna-sonar getid. þad var mikid ad þakka hinum ágæta manni Dr.
Konrad Maurer í München,, aldavini Jóns Árnasonar, ad þessi bok
komst á prent. Honum og Dr. David Mackinlay í Glasgow
tileink-adi hann og sina seinustu bok íslenzkar gåtur, er kom út í Khöfn
1887, sem er merkileg bok, þó hún beri þess Ijóst vitni, ad þá
hafa kraptar hins gamla og lúna idjumanns verid farnir ad bila og
þrekid til ad þaulkanna þau söfn, sem þurfti, hefir verid ad miklu
leyti farid. þjódsögur Jóns Árnasonar eru svo fullar af fróctleik
og svo heppilega frá þeim gengid og þær svo rammþjódlegar, ad
þær munu altaf verda bædi einhver hin kærasta skemtibók alþýdu
á íslandi og einhver hin nýtasta bok fyrir íslenzka vísindamenn.
þad mun vera vandi ad bendaábók, sem komizt í nokkurn
samjöfn-ud vid þjódsögurnar ad góctu íslenzku máli, og ber tvent til þess;
annad er þad, ad flestar sögurnar standa þar med þeim ummerkjum og
ordalagi, sem alþýda segir þær í hverjum hlut lands og hverri
sveit sem er, en hitt er, ad Jón Árnason skrifadi sjálfur allra manna
bezt íslenzku; hann lagacti rithátt sinn bædi eptir fornmáli og
al-þýdlegu máli, en gerdi þad svo vel ad hind varf á; mun hann hafa
numid þad af Sveinbirni Egilssyni í fyrstu, í tali var Jón allra
manna rammíslenzkastur og ágætlega ordheppinn og ædimeinlegur
í ordi, ef því var ad skipta. Hann var prýdilega ad sér í klassisku
málunum eins og flestir hinna betri Bessastadamanna.

Jón Árnason hafdi alla sína æfi safnad bædi fornum bókum
íslenzkum og íslenzkum handritum. Prentudu bækurnar, sem munu
hafa verid ædimargar og fágætar, munu nú ad nokkru vera konan-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:39 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1889/0306.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free