- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
157

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nekrolog över Guðbrandur Vigfússon. 157

(d. 1820), og hafdi það nafn haldizt við í ættinni alt frá Guðbrandi biskupi;
var hann fyrst eptir andlát Benedikts að fóstri með henni í Kiðey, en seinna
fór hún í Hrappsey til þorvalds Sigurðssonar og kom hún honum þá í fóstur
að! Kleifum í Gilsfirði hjá Jóni bónda þorleifssyni, og þar fékk hann fyrstu
tilsögn í skólanámi hjá syni Jóns, Haldóri, er síðar varð prestur í Tröllatungu (d. 1888), en aðalunðirbúning sinn undir latínuskóla fékk hann veturna
1842-44 hjá Þórkatli frænda sínum Eyjólfssyni, er þá var stúdent og kennari hjá Jóni landlækni Þorsteinssyni í Reykjavík, en nú er prestur á Stað á
Ölduhrygg. Mintist hann þessara tveggja æskukennara sinna ætíð síðan
með hinni mestu ástsemd og þótti mikið fyrir er hann fretti lát séra Haldórs síðastliðið haust. En þorkell prestur og hann voru aldavinir alla æfi
og skrifudust á jafnan eptir að vegir þeirra skildu. 1844 fór Dr. Guðbrandur
Vigfússon í Bessastaðaskóla, sem var fluttur til Reykjavíkur 1846, og útskrifaðist hann með bezta vitnisburði 1849, og fór sama ár til Kaupmannahafnar háskóla og fékk bústað á Garði (Regens); tók hann þá að leggja
fyrir sig málfræði, en einkum norræn fræði og sögu og gerðist nú bráðlega
gagnkunnugur safni Árna Magnússonar. Á þessum tíma hafði hann kynt
sér svo rækilega fornsagna flokk Íslendinga, að hann skrifaði veturinn eptir
að hann flutti sig frá Garði (1854-55) ritgjörð sína Um tímatal í Íslendingasögum (Safn til sögu íslands II, 185-502) með svo mikilli glöggsýni
og lærdómi, að hún verður altaf aðalleiðarsteinn á þeim vegum, og það er
harla óvíða og einungis í smáatriðum, sem menn við síðari rannsóknir
hafa þótst komazt að annari niðurstöðu. Hann sagðist hafa verið þrjá
mánuði um að setja ritgjörðina saman, og ekkert uppkast gert, eins og annars
mun ekki hafa verið vandi hans. Um þetta leyti varð hann stipendiarius Arnamagnæanus og var það sídan alla þá tíð, sem han dvaldi í Kaupmannahöfn.
Upp frá þessu má segja að hann hafi verið sístarfandi, og um næstu 10 ár
afkastaði hann svo miklu að fádæmi mega heita. Fyrir hið íslenzka bókmentafélag gaf hann út svo að segja alt I. binði af Biskupasögum (1858)
og fyrsta hepti af öðru bindinu (1862); skrifaði tímarit félagsins Skírni
1861 og 1862 svo ágætlega að aldrei hefir verið betur gert, að öðrum ólöstuðum (sbr. þjóðólf XIV, 1862, bls. 86-87). Alt frá 1855-1863 ritaði hann
mart i Ný Félagsrit bæði um fornfræði og önnur efni og var í ritstjórn
þeirra frá 1858-1864. Fyrir Fornritafélag Norðurlanda gaf hann út Bárðarsögu og fleiri sögur 1860, og fyrir hið kgl. norræna Fornfræðafélag yfirskoðaði hann og lagfærði í sameiningu með Dr. Jóni þorkelssyni rektor í
Reykjavík hanðritið af Lexicon poeticum lingvæ septentrionalis eptir Sveinbjörn Egilsson. Um þetta leyti eða litlu síðar sá hann og um útgáfu af
hinni íslenzku bókmentasögu N. M. Petersens. 1859 um sumarið ferðaðist
hann til Þjóðverjalands; heimsókti hann þá Jakob Grimm i Berlín, sem sagði
við hann út af tímatalsritgjörð hans: "Sie haben schöne dinge gethan". Að
öðru leyti dvaldi hann mestmegnis í München hjá þeim prófessor K. Maurer
og Th. Möbius, er þá var bókavörður þar. En ekki lét hann þann tíma
ónotaðan, sem hann dvaldi þar, því að þá gaf hann út Íslenzkar fornsögur
(Flóamannasögu, Hallfreðarsögu og Vatnsdælu, Leipzig 1860), en með Maurer
sá hann um útgáfu Islenzkra þjóðsagna og ofintýra (Leipzig 1862-64) og ritaði
harla merkilegan formála fyrir þeim; hafði hann og átt þátt í því að þær

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free