- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
158

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

158 Jón Þorkelsson.

komust á framfæri, en Maurer þó mestan. Einn gaf hann út Eyrbyggja
sögu, sem kom út í Leipzig 1864. þegar Dr. Guðbrandur kom til München
mun Möbius hafa verið að vinna að Analecta norræna, sem komu fyrst út
1859, og hygg eg að Guðbrandur hafi átt nokkurn þátt í þeim, og í síðari
útgáfunni frá 1877 eru sumir kaflar prentaðir eptir hans afskriptum 1).
Sumarið 1854 ferðaðist Guðbrandur til Noregs og kyntist hann þá prófessor
Unger í Kristjaníu; minnist hann þeirrar ferðar í grein einni í Nýum Félagsritum 1855, sem er svo ágætlega skrifuð, að hún er eitt af því sem bezt
er ritað á íslenzku máli. Nokkru síðar tók hann í sameiningu með Unger
að búa undir prentun útgáfu af hinu mikla skinnbókarbákni Flateyjarbók,
og skrifaði Guðbrandur hana upp staf fyrir staf á árunum 1858-64, og kom
hún út sem kunnugt er 1860-68.

1858 brá Dr. Guðbrandur sér heim til íslands að finna vini og vandamenn og var hann þar um sumarið; mintist hann þeirrar ferðar jafnan með
hinni mestu ánægju. Um haustið dvaldist hann um hríð í Reykjavík og
beið eptir póstskipinu; kyntist hann þá ýmsum mönnum þar, og heyrði eg
hann optast minnast á Jón alþingismann Guðmundsson ritstjóra þjóðólfs, og
voru þeir kærir vinir upp frá því; ritaði hann og útlendar fréttir í þjóðólf
um 10 ár eða 1862-72. Einmitt þetta sama ár var prófessor Maurer á Íslandi
og hafði þá lokið ferðum sínum þar, og hefir hann jafnan verið mikils
virður af Íslendingum síðan. Um haustið hittust þeir þar Guðbrandur og
hann í Reykjavík og lögðu þaðan af stað 17. okt. með póstskipinu "Victor
Emanuel"; þar var og í för með þeim Winkler (þjóðólfur X, 1858 bls. 161);
mun þá hafa byrjað kunnleiki Guðbrands og Maurers, nema það hafi verið
nokkru fyrri.

Um 1840 hafði enskur maður, góður og gegn, Ricard Cleasby, tekið fyrir
sig að safna til íslenzkrar orðabókar með enskum þýðingum; höfðu að
henni unnið um mart ár ýmsir íslenzkir fræðimenn og þar á meðal merkilegur
maður, sá er færastur var allra manna til þeirra hluta, en það var prófessor
Konráð Gíslason. Orðabókinni var markað mjög yfirgripsmikið svæði og að
öllu leyti stofnað til hennar stórmannlega. En svo óheppilega vildi til að
Cleasby dó í miðjum klíðum 1847, og var þá orðabókin enn ekki fullbúin, en að
vísu mun mikið hafa verið gert og miklu hafa verið safnað, en ekki geingið
frá því til fullnaðar. Nokkru þar eptir var erfingjum Cleasby’s svarað
handriti af orðasafninu. en svo leið og beið, að ekki var við það gert fyrri en
1864, að Dasent, fór þess á leit við Guðbrand Vigfússon, að hann fori til
Englands og lyki orðabókinni, og varð það að ráði. Lagði hann af stað
frá Kaupmannahöfn um Mikkjálsmessu skeið um haustið, og getur Jón
Guðmundsson þess í þjóðólfi 26. Okt. það ár, að með þeirri skipsferð hafi hann
orðið aptur af útlendum fréttum sakir farar Guðbrands. Settist nú
Guðbrandur að í Lundúnum og vann þar að orðabókinni í tvö ár; flutti hann
sig þá til Öxnafurðu og hélt þar áfram bókinni og kom fyrsta hepti hennar
út 1869, en allri var henni lokið 1874. Mun það með sannindum mega segja
án þess að rýra í nokkru þá, sem áður höfðu að henni unnið, að mjög mun
Guðbrandur hafa aukið hana og fullkomnað eins og að líkindum lætur, þegar

1) t. a. m. Seths för í Paradisum bls. 201-203.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free