- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
159

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nekrolog över Guðbrandur Vigfússon. 159

þess er gætt að annar eins afkasta- og eljumaður og hann var, gerði ekki
annað um tíu ára bil en vinna að henni. Hitt mun og óhætt að fyllyrða,
að þessari bók er meira en öllum öðrum ritum að þakka sú mikla blómgun
islenzkra og norrænna fræða víðsvegar um hinn mentaða heim, er runnið hefir
upp nú á síðustu 10-20 árum, því nú má stundan þessara vísinda heita
komin úr kútnum. En sérílagi hefir hún opnað Englendingum hlid inn í
helgidóm hinna íslenzku fornsagna og fræðibóka, sem annars hefði, eins og
eðlilegt er, verid þeim hulinn leyndardómur.

Menn skyldu nú ætla, að Guðbrandur hefði haft alla þörf á nökkurri
hvíld eptir jafn erfitt starf sem orðabókin var, ekki sízt þegar á það er litið,
að hann skrifaði hvern staf af henni sjálfur með eiginhenði, að vitni Mr.
York Powels, er var honum maður handgeingnastur og vinur hans hinn
kærasti. En hér varð ekkert hik á, því að jafnharðan tók hann að vinna
að útgáfu af Sturlunga sögu, og fór þá um sumarið til Kaupmannahafnar
til þess afskrifa og kanna hanðrit; mun hann þó. er hann var í
Kaupmannahöfn fyrrum, hafa safnað æðimiklu til þessa rits. Sturlunga kom út 1878 með
mjög fróðlegum og allsendis merkilegum formála, það er kunnugt, að það er
ekki vandalaust að gefa út Sturlungu, því að hún er ein af þeim sögum,
sem ekki er til nema í misjöfnum pappírsafskriptum frá 17. öld og þaðan
af yngri, að fráteknum nokkrum skinnbrotum, og er textinn víða aðgæzluverður, en verk þetta er svo af hendi leyst, að vandhæfi er á að gera það
betur í heild sinni, og er þetta hin fyrsta útgáfa af sögum, þar sem greindir
eru að hinir einstöku kaflar, og hafa sumir tekið það upp síðan; var þess
sérleg þörf við Sturlungu, því að hún er í rauninni naumast nein alsteypt
heild, heldur samsetning af ættbálkum, ættþáttum og einstakra manna
sögum, og auk þess vantar í hana kafla. - Árið eptir að Sturlunga var
prentuð kom út íslenzk lestrarbók með enskum skýringum eða Icelandic
Prose-Reader (1879), og unnu þeir að honum í sameiningu Powell og
Guðbrandur. Svo liðu fjögur ár að ekki bar til tíðinda, en að ekki var haldið
að sér höndum þann tíma sást 1883, því þá kom út safn af íslenzkum fornkvæðum (Corpvs poeticvm boreale) með þýðingum og fróðlegum skýringum
og að öllu eitt hið merkilegasta verk; var það og gert í sameiningu við
Powell. Óðara en þessu verki var lokið tók Guðbrandur að búa annað rit enn
þá umfangsmeira undir prentun, en það var safn af íslenzkum fornsögum (Origines Islandiæ), og tókst hann til þess ferð á hendur til Kaupmannahafnar
sumarið 1884, og var þar í eina þrjá mánuði og mun þá hafa safnað æðimiklu til
þessa verks, en frá því dó hann nú á miðri leið, og var þó mikið prentað.
Jafnframt þessu gaf hann sér þó tima til ýmsra annara starfa, og gaf t. a. m.
út með Powell 1886 Grimm Centenary og 1887 Icelandic sagas, er snerta
England og Vestureyjar í tveim stórum bindum. Auk þess mun hann hafa
skrifað ýmislegt smávegis í enzk blöð og tímarit á þessum síðustu árum.

Til þess að dæma rétt um hin vísindalegu störf Guðbrands Vigfússonar
í hverju einstöku þarf mikla þekkingu, því hann kom svo víða við og gerði
nálega eitthvað alstaðar á því svæði bóklegrar fræði, er hann vann á, að
þar eru ekki margir einstakir menn færir um, og það verður heldur ekki
gert hér, enda mundi það verða ærið langt mál, ef fara skyldi út í það. það
verður ekki varið, að hann setti stundum fram skoðanar, er sumir gátu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free