- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
161

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Jón Þorkelsson: Nekrolog öfver Guðbrandur Vigfússon

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nekrolog över Guðbrandur Vigfússon. 161

raunalausu, en að ná vináttu hans. I umgeingni var hann eitthvert mesta
ljúfmenni, sem eg hef kynzt við. Menn mættu ætla, að maður eins og Guðbrandur, sem um heilan mannsaldur harði einungis feingizt við forna fræði,
hefði lifað sig svo inn í þá gömlu tíma, að honum munði hafa verið tamt
að tala um þá, en það var eptirtektarvert að svo var ekki; hann fylgdi
tímanum mjög vel og hafði mest gaman af að tala um dagsins atburði og
íslenzk málefni eins og nú stæði, og einstaka menn er hann mundi á íslandi.
Auk áðurnefndra islenzkra manna mintist hann opt Jóns Árnasonar og
gamals öldungs Árna Thorlacius í Stykkishólmi. En tíðastur var honum
Jón Sigurðsson og voru þeir trygðavinir. Einn af þeim mönnum, sem hann
hafði miklar mætur á, er Dr. Jur. V. Finsen, en af Dönum hygg eg að jústizrád Chr. Bruun, yfirbókavörður konungsbókhlöðu, hafi verið hans vildastur
vinur. það ætla eg og, að góð vinátta hafi verið með honum og Jóni rektor
Hjaltalín. I þjóðverjalandi voru þeir fornvinir Guðbrands prófessórarnir
Konráð Maurer og Theodor Möbíus, og í Kristjaníu prófessor Unger. En
handgeingnastur maður honum öll hin síðari ár var Mr. Powell, sem hafði
unnið með honum síðan 1877 og sem hefir nú reist honum loflegt eptirmæli
í The Academy 23. Febr. 89. Unnust þeir Guðbrandur og hann hugástum.

1871 fékk Dr. Guðbrandur eitt af collegiis háskólans í Öxnafurðu og
sama ár gerði sá háskóli hann að Master of Arts í sæmdarskyni; 1873 varð
hann félagi í Vísindafélagi háskólans í München. Á háskólahátíð Uppsala
í Svíþjóð 1877 var hann kosinn heiðursdoktor philosophiæ og ferðaðist þangað
þá og var við hátíðina, og hafði mikla ánægju af þeirri för; tileinkaði hann
og þeim háskóla útgáfu sína af Sturlunga sögu, er kom út árið eptir. 1884
varð hann prófessor extraordinarius við Öxnafurðuháskóla. 1885 varð hann
riddari af dannebrog.

I ritum ýmsra manna á Dr. Guðbrandur nokkurn þátt; bæði hafði hann
léð afskriptir sínar vinum sínum og var manna greiðviknastur á
upplýsingum. Hann hafði t. a. m. léð Maurer afskript sína af Skíðarímu, og fór
Maurer eptir henni, þegar hann gaf út sína fróðlegu útgáfu af rímunni
1869. Sömuleiðis tilfærir hann ýmislegt eptir upplýsingum frá Guðbrandi í
Graagaas. Möbiusi hafði hann og, eins og áður er ávikið, léð afskriptir og á
ýmsan veg hefir hann greitt fyrir mörgum öðrum vísindamönnum, og kann
eg eflaust ekki að nefna, nema suma þeirra. En upptalning á því, sem
Guðbrandur hefir ritað sjálfur eða út gefið kemur hér á eptir; er eg þó ekki
með öllu viss um, að eg eigni honum alveg rétt sumar íslenzkar blaðagreinir
en óvíst er að hægra verði að greina það úr þegar leingra liður frá, og eigni
eg honum eitthvað, sem er eptir núlifandi menn, vona eg þeir leiðrétti það.

1. Biskupasögur I, 1858 XC + 33-914; II, 1, 1862,1-220. - 2. Bárðar
saga Snofellsás, Víglundarsaga, Þórðarsaga, Draumvitranir, Völsaþáttr. Kh.
1860 XVII + 187; mun þetta vera sú eina útgáfa Fornritafélagsins, sem
nafnaskrá fylgir. - 3. Fornsögur: Vatnsdolasaga, Hallfreðarsaga,
Flóamannasaga, herausgeg. von G. V. und Theodor Möbíus. Leipzig 1860 XXXII
+ 239 (tileinkuð Konráði Maurer). - 4. Eyrbyggja saga herausgeg. v. G.
V. mit einer Karte. Leipzig 1864 LIII + 144 (tileinkuð Jóni Sigurðssyni).
- 5. Flateyjarbók. Kristjanía 1860-68, I, 584, II, 701, III, XXIV + 698
(útg. í sameiningu með Unger). - 6. An Icelandic-English Dictionary. Ox-

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI VI, NY FÖLJD II. 11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free