- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
291

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - J.: Anmälan av Storm: Islandske Annaler indtil 1578

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Islandske Annaler indtil 1578. Udgivne for det norske historiske

Kildeskriftfond ved Dr. Gustav Storm, Professor i Historie

ved Christiania Universitet. Christiania 1888.

[IV] + LXXXIV + 667 s. 8:vo.

Þó annálarit Íslendinga sé ekki jafnskemtileg og skilmerkileg
sem sögur þeirra,, eru þau þó eingu síður merk, einkum af því að þau
fylla einmitt mörg eyðublöð í sögu Íslands og Norðurlanda eptir að
söguritanin er horfin og eru stjörnur á myrkum leiðum. Þráðurinn í annálagerðinni slitnar að vísu á 15. öld, en hann er, óðara
tekinn upp aptur, þegar hreifing fer ad koma á bókmentir á íslandi
að nýju eptir siðaskiptin. Einmitt það fyrsta,, sem menn byrja á
að eiga vid af sagnaritum á 16. öld eru annálar og ættartölur, og
sídan hefir hvorutveggja halðist vid á íslandi til þessara tíma, og
aldrei hefir annálaritan og ættartölur staðið hærra en einmitt á
19. öld, sem .Ættartölubók og Árbækur Jóns Espólíns nóglega sýna.

Um það leyti, sem áhugi manna fór fyrir alvöru að vakna á
því ad gefa út hinar íslenzku sögur, fer að brydda á því að menn taka
ad gera tilraun til þess ad koma fornum annálum á prent. Þeir
annálar, sem fyrstir hafa verið gefnir út, eru Annales vetustissimi,
sem Jacob Langebek lét prenta i Scriptores Rer. Danic. II, 177-
199, 1773. Næsta ár, 1774, komu út í sama riti III, 1-139
Annáles regii (eptir afskr. i AM, 413. 4:to), og um sama leyti komu
Annálar Björns á Skarðsá út á íslandi (Hrapprey 1774-75). En
svo leið og beið, ad ekki var vid annála fengist, nema hvað brot
voru gefin út 1837 í Antiquitates Americano, 1838 í Grönlands
historiske Mindesmorker, og svo í Antiquités Russes 1852, þangað
til ad Árna Magnússonarnefndin gaf út sitt annálasafn 1847: Íslenzkir Annálar sive Annales Islandici ab anno Christi 803 ad
annum 1430, sem var eitt hið þarfasta verk. Árna Magnússonar
nefndin hafdi ad vísu alt frá lokum 18. aldar haft í hyggju ad gefa
út safn af íslenzkum annálum, en þetta fyritæki drógst vegna ýmsra
annara anna; þó var enda byrjað á prentun, en það, sem prentað var
fór að forgörðum í Hafnarbrennu 1795; var þá byrjað á nýja leik, og
gerðu þeir útgáfuna úr garði séra Þorgeir Guðmundsson (d. 28/1 1871),

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI VI, NY FÖLJD II.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free