- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Sjätte Bandet. Ny följd. Andra Bandet. 1890 /
292

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - J.: Anmälan av Storm: Islandske Annaler indtil 1578

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

292 J.

Haldór sýslumaður Einarsson (d. 1846) og Jón Sigurðsson (d. 1879).
Síðan hefir Dr. Guðbrandur Vigfússon látið prenta Annales regii
aptan við Sturlungu II? 348-391, Oxford 1876. Auk þess var Flateyjarannáll prentaður í Flateyjarbók III, 1868. Annála útgáfa Árna
nefndar er að vísu harla rækilega af hendi leyst, en hefir þó þann
aðalgalla að öllum annálum er steypt saman í eitt og gerð úr ein
annálasyrpa. Til þess að gera slíka útgáfu út þarf mjög mikla yfirlegu
og aðgætni til þess að hvergi skjátli og þó nær ómögulegt annað
en manni yfirsjáist meira eða minna, og þegar búið er, þá er útgáfan í rauninni ekki vel handhæg, því vilji maður í fljótu bragði sjá
hvað stendur í hverjum annál, þá er maður lengi að finna það.
Auk þess hafa menn ekki vid þessa útgáfu eiginlega metið eins og
þurfti gildi hinna ýmsu handrita, heldur blandað saman vid góð
handrit of freklega lokum afskriptum, sem hefðu helzt hvergi átt
að koma þar nærri; mun það helzt stafa frá séra þorgeiri og Haldóri,
því Jón tók fyrst vid þegar annálarnir voru nærri því búnir og
mundi hann vart hafa geingið svo frá þeim sem gert er. Að grauta
þannig saman sundurleitum handritum er alténd villandi, en hvergi
er það hæpnara en að gera slíkt vid annála. Árni Magnússon hefir
heldur ekki haft miklar mætur á þesskonar grautargerð, eins og
sýnir sig þar sem hann er að úthúða annálasyrpu (annála harmóníu) þeirri, er séra Jón Erlendsson gerði fyrir Brynjólf biskup
(Storms útg. LVII-LXVII)., Menn munu og alment hafa fundið
til þess að annála útgáfa Árna nefndar var ónóg, og að öll þörf
var á að gefa út hina fornu annála hvern í sínu lagi, þar sem
gerður væri greinarmunur á frumannálunum og þeim annálum er
gerðir væru upp úr þeim á einhvern hátt, og mun þetta hafa rekið
til þess að Norðmenn riðu á vaðið - sem átti og vel vid, því
annálarnir snerta ekki síður sögu Noregs en íslands - og fálu Jóni
Sigurðssyni 1873 að búa undir prentun nýja útgáfu af hinum fornu
íslenzku annálum, en þá var Jón orðinn gamall og lúinn, en þó mun
hann hafa unnið að útgáfunni þangað til hann andaðist 1879; voru
þá Norðmönnum feingin þau faung í hendur, er hann hafði safnað,
og útgáfan því næst falin á hönd prófessor Gustav Storm, og mun,
þegar Jón leið, hafa verið leitun að manni, er mundi leysa það verk
skjótara og sköruglegar af höndum.

Annála útgáfa prófessors Storms er stór bók og mikil bragarbót
frá hinni fyrri útgáfu. Hún hefir inni að halda alls tíu annála
sérstaka, sem mundi vera alt það, sem til er af fornum annálum
eða þeim, sem ekki eru steyptir upp úr beinlínis þektum annálum,
heldur eru sjálfstæðir svo sem þeir liggja fyrir. Þó er hér einnugis prentaður síðari hluti Flateyjárannáls, af því að "Kildeskriftfondet" norska hefir áður gefið hann út í Flateyjarbók, og ágrip
úr Oddverjaannál að svo miklu leyti, sem það er sjálfstætt. Sömuleiðis eru Höyers annálar prentaðir sérstakir einungis frá því ár
1000, en úr eldri partinum er tekinn orðamunur og tilfærður vid
Annales vetustissimi. Þeir annálar sem hér eru prentaðir eru þessir:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:18:03 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1890/0296.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free