- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
132

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

132 J. Jónsson: »Hringr».

"þá Sigurðr ok Hringr, þá Ragnarr loðbrok, þá Sigurðr
ormr í auga" ö. s. frv., lætr þá svo gleyma "ok" og
gjöra þuluna að ættartölu. Slíkt eru engu sennilegri
getgátur en þær, sem hann finnr að hjá öðrum. Það eitt er
víst, að danskir sagnaritarar í fornöld hafa reynt að
samrýma konungatal Adams frá Brimum við innlendar sagnir, en
tekizt það mjög óheppilega, sem von var. "Godefridus" hafa
þeir gjört að "Gautreki gjafmilda", "Reginfridus" að
"Ragnari loðbrók", hvorttveggja ófyrirsynju, eins og bæði
Storm og Steenstrup hafa fært rök að (Krit. Bidr. I. 55. 57.
105. 107). Alt eins hafa þeir getað slengt "Sigifridus" og
"Anulo", er þeir héldu að heitið hefði "Sigurðr" og
"Hringr", saman við "Sigurð hring", sem virðist hafa verið
kunnr þeim af innlendri arfsögn, með því að Íslendingar hafa
haft sögur af honum seint á 12. öld og að öllum líkindum
miklu fyr, sem nú verðr gjörð nokkur grein fyrir.

Auk þess sem "Sigurðr hringr" er nefndr í "Sögubroti af
fornkonungum" (Fas. I), sem runnið er frá Skjöldungasögu, er
rituð telst um 1200-1220 (Jessen: Undersög. 63. bls.; Storm:
Krit. Bidr. I. 124. bls.), þá er hans getið í hinni
merkilegu grein í Hkr. (útg. 1868. 58. bls., Har. hárf. 14.
kap.) er þannig hljóðar: "Haraldi konungi var sagt frá orðum
(Eiríks) Svíakonungs, at hann skyldi eigi fyrr af láta, en
hann hefði jafnmikit ríki í Víkinni, sem fyrr hafði Sigurðr
hringr eða Ragnarr loðbrók son hans; en þat var Raumaríki ok
Vestfold alt út til Grenmars, svá Vingulmörk ok alt suðr
þaðan". - Sögn þessi kemr saman við árbækr Einhards að því
leyti, sem hann vottar, að Danakonungar hafi ráðið fyrir
nokkrum hluta Víkrinnar (Vestfold) skömmu eptir 800, og
hún er auðsjáanlega innlend arfsögn, en ekki sótt í útlend
rit (sbr. Jessen: Unders. 60. bls.). Að líkindum er grein
þessi runnin frá æfi Noregskonunga eptir Ara fróða, er Snorri
hafði fyrir sér, sem segir í formála Heimskringlu *), en Ari

-

1) Jessen heldr, að í þeirri "æfi Noregskonunga", sem Ari
ritaði, hafi að eins verið sagt frá þeim konungum, er ríktu
eptir daga Haralds hárfagra


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0136.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free