- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
133

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

J. Jónsson: "Hringr». 133

ritaði "eptir sögn Odds Kolssonar, Hallssonar af Síðu, en
Oddr nam at Þorgeiri afráðskoll, þeim manni er vitr var
ok svá gamall, at hann bjó þá í Niðarnesi, er Hákon jarl
hinn ríki var drepinn". Það er næstu ósennilegt, sem Jessen
ætlar, að hin norræna arfsögn um ríki Danakonunga í
Víkinni hafi upphaflega átt við konunga þá, er féllu árið 812,
bæði af því, að þeir hétu als ekki "Sigurðr" og "Hringr",
heldr "Sigfröðr" og "Áli", og af því, að þeir réðu ríkjum
mjög skamma stund, og óvíst að þeir hafi nokkurn tíma náð
völdum yfir hinum fjarlæga ríkishluta, Víkinni. Athugavert
er það líka, að Svíakonungr gjörir tilkall til Víkrinnar sem
arfs eptir forfeðr sína, því að slíkt vísar til þess, að Sigurðr
hringr og Ragnarr sonr hans hafi snemma verið talðir
Svía- eða Gauta-konungar, og sögurnar um þá sem volduga
einvaldskonunga og ættfeðr síðari höfðingja hafa þannig að líkindum
verið til í Noregi á seinni hluta 10. aldar, þá er Þorgeirr
afráðskollr var í æsku.

Þegar þetta er tekið til greina, virðist sennilegast að
hugsa sér, að Sigurðr hringr hafi einnig verið kunnr af
innlendum sögnum í Danmörku um það leyti sem þar var fyrst
farið að fást við sagnaritun (nálægt miðri 12. öld), og hafi
þá sagnamenn Dana, er leituðust við að samrýma innlendar
sagnir við frásögn Adams frá Brimum, þótzt finna Sigurð
hring, föður Ragnars "loðbrókar", þar sem nefndir voru á undan
"Reginfridus" (er þeir gjörðu að Ragnari) konungarnir
"Sigifridus" og "Anulo", er þeir hugðu að héti á dönsku "Sigurðr"
og "Hringr". Af þessu hefir svo leitt rugling þann, sem er á
nöfnum konunga þessara í dönskum konungatölum, þer sem

-

(Undersög. 63. bls.) en það má telja víst, að Ari hafi fyrst ritað sögu
Ynglinga, forfeðra sinna (sbr. Sophus Bugge í Aarb. f. nord. Oldk. 1873), og þá
er sjálfsagt, að hann hefir haldið áfram sögu Upplendingakonunga frá
Hálfdani hvítbein til Haralds hárfagra öldungis eins og Snorri í Hkr., en þar
hlaut hann að styðjast við norræna arfsögn (líklega Þorgeirs afráðskolls),
því að í ætt Ara sjálfs má ætla að gengið hafi að eins saga af forfeðrum
hans (Ólafi hvíta og þeim langfeðgum).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free