- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
134

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

134 J. Jónsson: "Hringr".

þeir eru ýmist nefndir Siward og Siward Ring (Brev. hist.) eða
Syvardus Ring og Ringo (Saxo Gramm.), og Ragnarr ýmist
talinn sonr Sigurðar (viðast) eða Hrings (Chronicon Erici
regis), og er slíkr ruglingr mjög eðlilegr, hefði svo verið ástatt,
sem hér er til getið, en hitt er lítt skiljanlegt, að hann sé
alveg tilefnislaus eða kominn af eintómri misritan, mislestri
eða misminni, eins og dr. Jessen gizkar á (Undersög. 16-17.
bls.), og er furða, að próf. Storm skuli hafa tekið skýringu
hans gilda (Krit. Bidr. I. 55). Það hefir nú komið nýlega
í ljós, hve óheppileg hefir verið sú tilgáta Jessens, að
nafnið Gnúpa í Fms. L 116 væri sprottið af hraparlegum
mislestri og stakri fáfræði einhvers íslenzks sagnaritara 1),
og sýnir það, að varlega er gjörandi að rekja uppruna fornra
arfsagna til misritana, því að munnmælin sækja fátt í
skrifaðar skrár frá erlendum þjóðum, eins og eg hefi áðr tekið
fram (Tímarit hins ísl. bókmfél. XI. 73.). Víst hefði það
mátt vera undarleg tilviljun, ef tveir konungar (Sigifridus
og Anulo = Sigfröðr og Ali), sem áttu í stríði saman og
unnu sér ekkert annað til frægðar, hefði orðið að einum
konungi: "Sigurði hringi" bæði í Danmörku og á Íslandi,
enda veit Jessen ekki, hvort hann á heldr að kenna
Íslendingum um það, að þeir hafi vilt fyrir Dönum (16. bls.), eða
Dönum um það, að þeir hafi vilt fyrir Íslendingum (32. bls.).
En meðan slíkt er ósannað, verðr að telja það ólíklegt, að
dönsk sagnaritun hafi haft hin minstu áhrif á íslenzka
sagnamenn, fyr en, ef til vill, eptir daga Snorra Sturlusonar (sbr.
Fins. XI. 337), og þótt Saxi hafi, sem hann sjálfr segir,
fengi ýmsar sögur frá Íslendingum, þá hefir hann
auðsjáanlega ekkert farið eptir ættartölum þeirra né konungatölum,
heldr haft fyrir sér dönsk konungatöl og sett saman sögu
sína eptir þeim (Jessen: Unders. 11.-12. bls., Storm: Krit.

-

1) L. F. A. Wimmer: Sønderjyllands historiske runemindesmærker
(festskrift i anledning af kong Christian d. IX:s og dronning Louises
guldbryllup) s. 29.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free