- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tionde Bandet. Ny följd. Sjätte Bandet. 1894 /
147

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Um nafnið "Hringr" (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

J. Jónsson: "Hringr". 147

hefir líka einkanlega fest sig við þessa herkonunga, og eru
sögur þeirra því mjög ýktar og skreyttar, svo að torvelt er
að finna hinn sögulega kjarna, er í þeim felst. Upptök
víkingaferða frá Norðrlöndum vestr og suðr um haf eru
reyndar að mestu hulin móðu fjorlægðarinnar, en margt
sýnist þó lúta að því, að Víkin hafi verið vagga þeirra 1).
(Víkingar af Vík, Lochlannac útlegging í Víkingar, sbr.
Storm: Krit. Bidr. I. 21.), og frá Víkinni og Upplöndum
virðast höfðingjar þeir hafa komið, er fyrstir Norðmanna
stofnuðu ríki fyrir vestan haf 2). Nú voru þeir Sigurðr
hringr og Ragnarr sonr hans ættfeðr hinna frægustu
víkingahöfðingja, áttu kyn sitt í Víkinni og sátu þar stundum,
en réðu jafnframt fyrir mestum hluta Norðrlanda, og var þá
engin furða, þótt Hrings-nafnið yrði frægt í víkingasögum
á seinni öldum, eins og sjá má af Fas. II og III, þar sem

-

(hinn fræga og volduga Gram, sem er sami maðr og Hálfdan Borgarsson) sé
blandað saman við sögu Ívars (Hálfdanarsonar) móðurföður Haralds, er
var miklu frægari og voldugri, en Hrærekr faðir hans.

1) Mjög víða í fornsögum er getið um bardaga víkinga og stefnumót
þeirra nálægt Grautelfarmynni (í Elfinni, við Elfi, í Elfarskerjum,
Brenneyjum).

2) Þorgisl, konungr á Írlandi (838-845), mun hafa verið af ætt Haralds
hárfagra, og Ólafr hvíti og Ívarr koma fram sem erfingjar hans, enda töldu
þeir ætt sína til Hálfdanar hvítbeins Upplendingakonungs. Líklegra er og
vegna nafnanna, að "Raghnall mac Albdan" (Rögnvaldr Hálfdanarson) og
synir hans, er írskar árbækr nefna (um 860), hafi verið þeirrar ættar, en úr
fylkjunum vestanfjalls, sem Storm heldr (Krit. Bidr. I. 67-68). Víkverskr
höfðingi á seinni hluta 9. aldar ber írska nafnið Kormakr (Kormakssaga
1. k.), og nokkru fyr (um 850) er uppi jarl á Jamtalandi, er heitir írsku
nafni (Kjallakr, Eyrb. 1. k.), og hefir hann líklega komið til Jamtalands frá
Upplöndum, þvíað þaðan kom síðar Veðormr hersir (Ln. 5.12), frændi Ketils
flatnefs (hersis á Raumaríki? sbr. Eyrb. 1. k. og Laxd. 1. k.). er var í
vináttu og venzlum við Kjallak jarl. Það er auðvitað, að hermenn frá
Vestfold hafa verið með Guðröði Danakonungi, er hann herjaði á Vindland 808
og Frísland 810, og þá má nærri geta, ad þeir hafi tekið þátt í fleirum
víkingaferðum suðr og vestr um haf, með því að það er líka víst, að Egðir,
nágrannar Víkverja, hafa verið einna fremstir í flokki Norðmanna með
hernað og landnám fyrir vestan haf (Dr. Guðbr. Vigfússon: Safn til s. Ísl.
I. 198, 200, 221, 229, 265, 287).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:19:43 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1894/0151.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free