- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tolfte Bandet. Ny följd. Åttonde Bandet. 1896 /
48

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

48 Jón Þorkelsson: Gottskálk Jonsson og syrpa hans.

eru samskonar umskipti, en alt sama höndin, nema þrjú bréf, sem
mnnu vera med hendi Gísla Gottskálkssonar og eru þau ritud á
árunam 1591 og 1593, en syrpan sjálf hafin 1543 og mestöll skifud
fyrir 1570. Þess má geta, ad i syrpunni standa "medalmannsverk"
eptir Bualögum, en koma þó ekki heim vid Bualögin med hendi
sera Gottskálks í Stockh. 5. 4:to, svo ad hann hefir haft fleiri en
ein Búalög undir höndum.

Syrpa Gottskálks er i alla stadi merkileg. Hun er eitt hid
allraelzta pappirshandrit islenzkt, sem nu er til, og snertir
eitt-hvad flestan fródleik, er menn þá kunnu. Hefir sera Gottskálk
verid hinn mesti frædimadur á sinni tid og á þad fylliléga skilid,
ad heita forbodi eda fyrirrennari þess fródleiks og þess frædimanna
flokks, er rann upp i lok 16. og byrjun 17. aldar, því ad annáll
hans er ad nokkru leyti undirstada undir ritum Arngrims, Björns
á Skardsá og fleiri. Þad er því ekki meira en verdskuídad, ad
minnast hans hér.

Sera Gottskálk var sonur Jóns sýslumanns á Geitaskardi í
Langadal (d. 1534), Einarssonar sýslumanns í Húnavatnsþingi (enn
á lífi 1511), Oddssonar sýslumanns á Hvoli i Saurbæ (d. fyrir 1496),
Péturssonar; en módir Jons og kona Einars sýslumanns Oddssonar

var Åsa Egilsdóttir sýslumanns í Húnavatnsþingi (1461—1494),
Grímssonar, og giptust þau 1480. Kona Jóns sýslumanns, en módir
Góttskálks prests, var Kristin dóttir Gottskálks biskups á Hólum
(d. 8. Dec. 1520), Nikulássonar, Rögnvaldssonar, Kænikssonar,
Gottskálkssonar riddara, Eiríkssonar, og er þad austmannakyn. Módir
Kristinar, en frilla Gottskálks biskups, var Valgerdur Jonsdottir
mannskaps. Kristin hafdi ádur verid gefin þorvardi lögmanni
Er-lendssyni (d. 1513), og segir Gottskálk prestur ad brúdkaup þeirra
hafi stadid á Holum 1510, en til er kaupmálabréf þeirra (IBfél.
248. 4:to og vidar), og hefir kaupmálinn eptir því farid fram 3.
Sept. 1508 á Hólum, en verid skrádur fyrst fjórum árum sídar á
Barnabasraessu eda 11. Juni 1512. Getid er þess, ad þau Þorvardur
og Kristin ætti eina dóttur barna, er Margret hét, en ekki manna
er af henni koraid. Þau Jon og Kristin giptust á Hólum 1516
(Gott-skálksannáll). Pjögurra er getid barna þeirra. Var einn Ólafur, er
átti Steinuni Jónsdóttur, Magnussonar. Annad var Egill sýslumadur
á Geistaskardi, er átti Gudrunu dóttur Þorleifs lögmanns Pálssonar
1556, og er kaupmálabréf þeirra í syrpu Gottskálks prests. Egill dó
1559 (Gottskálksannáll). Þridji sonur þeirra,var Gottskálk prestur i
Glaumbæ. En dóttir þeirra var Kristin, er Arni Gíslason á
Kimba-stödum átti. Um fædingarár séra Gottskálks er þess ad geta,
ad hann mun vera borinn 1524. I skiptum milli hustru Kristinar
Gottskálksdóttur og sona hennar, junkæra Egils og junkæra
Gottskálks, eptir Jon heitinn Einarsson, er foru fram i Engihlid i
Langadal laugardaginn næstan fyrir fardagaviku 1544 (= 24. Mai),
en bréfud voru á Holtastödum fostudaginn næsta fyrir corporis
Christi s. á. (-» 6. Júní), segist Gottskálk vera "þá tvítugur mann9’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:20:38 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1896/0057.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free