- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tolfte Bandet. Ny följd. Åttonde Bandet. 1896 /
49

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jon Þorkelsson: Gottskálk Jonsson og syrpa hans. 49

Fékk þá Kristin hundrad hundrada («= 120 hundrud) i jördum, en hver

sonanna, Bgill, Gottskálk og Ólafur, hundrad hundrada og 20
hundrud betur (=» 140 hundrua) *); hefir því öll fasteign Jons
Einars-sonar og Kristinar verid alls 540 hundrud eda 54,000 kr. i nu
gildandi fé, sé jardarhundradid ekki metid hærra en á 100 krM og
hluta Kristinar Jónsdóttur þó ógetid. Gottskálk hefir borid nafn
Gottskálks biskups afa sins, er fékk vidurnefnid hinn grimrai eptir
þad, ad Gudbrandur biskup ritadi hina svo nefndu
"Mordbréfa-bæklinga" (1592, 1595, 1608), og hafcti lesid yfir Gottskálki biskupi
textann fyrir medferdina a Jóni Sigmundssyni. Um uppvöxt
Gottskálks vita menn ekkert. Þad veràur fyrst vart vid hann 1543, og
byriar hann þá á syrpu þeirri, er ádur var nefnd og seinna verdur
getid. Er hid elzta i henni med ártali ritad um aet måla (bl.
51b)-og stendur þar fyrir ofan ártalid 1543. Prá næsta ári er þar um
beinafjölda i manninum (bl. 50) og reikningar Gottskálks sjálfs
nokkurir (1544; bl. G&j 73b). Um þessi ár sýnist hann hafa verid
med Erlendi lögmanni Þorvardssyni (d. 1575), er þá bjó a Strönd
i Selvogi, því ad bædi ritar hann um þetta leyti í syrpuna döma
lögmanns á Egilstödum á Völlum 7. Sept. 1543 um mal Ceciliu
Loptsdóttur (bl. 54b), og hefir því líklega ridid austur med honum,
og svo er hann einn af dómsmönnum í meidyrdamáli Þorsteins
Jónssonar (Rögnussonar) um Erlend lögmann, er lögmadur lét
gänga 23. Januar 1544 i Nesi i Selvogi (syrpa bl. 54a). Er
Gottskálk þar talinn sidastur dómsmanna og bendir þad á, ad hann
hafi verid þeirra yngstur og órádnastur enn. Erlendur lögmadur
og Gottskálk voru venzladir, því lögmadur var sonur Þorvards
lögmanns fyrra manns Kristinar Gottskálksdóttur módur hans.
Gottskálk hefir nu farid skömmu sidar nordur og tekid vid eignum
sinum og gerzt skjótlega uppgangsmadur. Hans er getid nyrdra i
Spjaldhagadómi Åra lögmanns 1544 um hýsing fátækra manna (Sýsl.
I, 183). Frá árinu 1546 eru til tveir reikningar hans nyrdra (syrpa
bl. 14b, 73b) og samningur hans vid ,Andrés Gudmundsson (syrpa
bl. 76b). Í Mai 1547 er hann ásamt Ar na Gíslasyni vottur á
Reyni-stad ad því, ad Þóra Jónsdóttir arfleidir syni sina Björn og
Þor-steina tvo Gudmundssyni (syrpa bl. 22b), og frá 1548 eru til nokkrar
reikningsuppteiknanir hans (syrpa bl. 22b). Um þessi ár stefhir
hann Jóni Loptssyni stundarstemu fyrir Jon biskup Arason heim
til Hóla fyrir ymsar sakir (syrpa bl. 20b). Vorid 1550, var
Glaum-bœr gerdur ad stad á Laugalandsprestastefhu (Espolins Arb. IV, 51)
og hefir þá Gottskálk ordid prestur þar (sbr. Sveins Nielssonar
Prestatal Kh. 1869). Þad er audséd af reikningum séra Gottskálks,
ad hann hefir verid madur audugur, enda átti hann til audugra ad
telia. Ad hann hefir ekki verid álitinn neitt smámenni má sjá á
þvi, ad Sigurdur prestur Jonsson á Grenjadarstad fékk hann til ad

*) Fornbréfasafns afskriptir Arnå Magnussonar Nr. 759 med hendi Jons
Magnússonar nex originali".

ARKIV FOB MORDiaX VILOLOOI Xn, NT FÖ LID VIII.

4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:20:38 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1896/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free