- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tolfte Bandet. Ny följd. Åttonde Bandet. 1896 /
50

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

50 Jón Þorkelsson: Gottskálk Jonsson og syrpa hans..

fara vid tolfta mann um haustid 1550 vestur til Snóksdals, þegar
þeir sátu þar í vardhaldi Jón biskup fadir Sigurdar prests og
brædur hans, Björn og Ari; átti séra Gottskálk ad leita um sættir
og semja um utlausn þeirra fedga vid Dada bónda Gudmundsson;
fékk hann ad mæla vid þá i vidurvist Dada, en sættir komust ekki
a, og lausn fékst eingin, hvad sem i bodi var og sn^ri Gottskálk
prestur heim vid svo búid (Bps. II, 323, 335; Esp. Arb. IV, 65).
En nærri má geta, ad til þessa erindis heidi ekki verid feinginn
neinn kögursveinn klerkdómsins fyrir nordan land, jafnmikid og
hér lá vid. Frá þessu ári eru til nokkurar reiknings uppteiknanir
séra Gottskálks (syrpa bl. 22a). 1551 er séra Gottskálks getid sem
eins af dómsmönnum í dómi þeim, er Björn officialis, Gislason lét
gänga um peninga Jons biskups Arasonar (Esp. Arb. IV, 78).
Ennfremur er þess getid sama år, ad Björn officialis léti ganga
dóm á Hólum um Sydri-Ey á Skagaströnd, er, Gottskálk prestar
kærdi til vegna Kristinar modur sinnar (Esp. Arb. IV, 84). Sama
ár telur Espólín hann med fremstu klerkum nyrdra (Arb. IV, 94),
enda er hann nu nefndur officialis þetta sama ár i hyllingareidnum
á Oddeyri (Sýsl. I, 200, 201). Til eru nokkrir reikningar hans frá
þessu ári (syrpa (bl. 22a), bædi byggingareikningar (syrpa bl. 28b)
og kvikfjárreikningar (bl. 30a). Frá 1552 eru einnig til reikningar
hans (syrpa bl. 28a—28b). Ennfremur reikningar frá 1553 (bl. 28%
28b, 29a, 30a). Sama ár nefnir hann og nokkra menn til ad virda
gráan gradung (syrpa bl. 28a). 1554 kaupir hann nokkud i Grund
i Skagafirdi (syrpa bl. 21a). Frá 1555 eru og til reikningar hans
(bl. 28b, 74a), og,þá er þess getid, ad hann væri einn þeirra klerka,
er beidast med Olafi biskupi ,Hjaltasyni ad tinndir verdi ekki med
öllu teknar af Hólastól (Esp. Arb. IV, 117). Frá 1556 eru til
byggingareikningar hans (syrpa 29a). 1557 gerir hann reikning vid
Þóru (Jónsdóttur?) um skuldaskipti, er þeim fóru milli (syrpa bl.
24a). I Maí 1558 gerir hann samning vid Þorvald nokkrum
(fodur-naftiid er fóid ur handritinu), þar sem séra Gottskálk selur honum
Björn son sinn til uppeldis (syrpa 26*). Þá kaupir hann og einn
þridjiing í Sólheimum í Sæmundarhlíd af Gunnlaugi nokkrum,
lík-lega Ormssyni (syrpa 26a), og 12. Júlí s. á. kaupir hann annan
þridjunginn af Magnúsi Sæmundssyni, og 31. Juli eda 7. Aug. s. á.
kaupir hann þridja þridjunginn af Arngrími Jónssyni (syrpa bl.
26a~b). 11. Maí 1561 kaupir hann hálfa Kimbastadi af séra
Niku-lási Þórdarsyni og Gudrunu Arnadóttur konu hans fyrir hálfa
Briina-stadi (syrpa bl. 27a). Frá árunum 1560—1563 eru til ýmsir
reikningar hans (syrpa bl. 24b, 25b, 27b). Ennfremur er hans getid
í heytolladómi Olafs biskups Hjaltasonar 1562 (Bibi. Bodi. Coli.
FM. 142. 4:to). Til eru og reikningar hans frá 1566 (syrpa bl.
21»_21b). Sidasti reikningur hans i syrpunni er frá 1569 (bl. 15a).
Mun því syrpan mest vera ritud á árunum 1543—1570. Eptir þad
vita menn litid af séra Gottskálki ad segja, nema hvad hann kemur
ödru hvoru vid bréf og hefir haldid fram annál sinum til 1578, og

i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:20:38 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1896/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free