- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tolfte Bandet. Ny följd. Åttonde Bandet. 1896 /
53

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jón Þorkelsson: Gottskálk Jonsson og syrpa hans. 53

1339 .og 1344 (Saudanesmáldagar), og er þad alt og suint, er til
þeirrar bókar þektist fyrr. Þessir Saudanesm al dagar era prentadir
i Dipl. Isl. II. Bók þessi hefir því líklega vend til hér um bil
heil á 16. öld og enn hefir verid töluvert til af henni á dögum
Björns á Skardsá, því í ritgjörd sinni um Spákonuarf tilfærir ljann
klausu þadan, er ekki þekkist ur ödrum stad, en á dögum Arnå
hefir ekki verid eptir ordid, nema hid eina skinnblad, er eg nefhdi
fyrr. Annars er þad einkennilegt ad bokin er kend vid Egil biskup,
þar sem svo ad segja alt þad, er vér þekkjum af henni, stafar frá
Orm i biskupi, og mun þad vera svo ad skilja, ad Bgill hefir byrjad
hana, en Ormur sidan ritad inn i håna sina máldaga, en ekki
stofnad neina sérstaka máldagabók sjálfur. f>ad er audséd ad sera
Gottskálk hefir haft gódan adgang ad Biskupsskjalasafninu á Hólum,
þvi ad i syrpu hans standa enn fremur kaflar ur bréfabók Jons
biskups Vilhjálmssonar, ad því er virdist.

1402. Heitbréf Þingeyinga i Svartadauda. (Dipl. Isl. III, 569).

1403. Heitbréf Eyfirdinga i Svartadauda. (Dipl. Isl. III, 571).
Þekkjast þessi bréf hvergi, nema frá þessum stad, og eru þau

harla merkileg, og lýsa vel þeirri daudans skelfingu, sem hefir
verid á mönnum. Drepsóttin er buin ad geisa um Vestfirdi og nu
heyra þeir hana dynja á Jólaföstunni vestan um Húnavatnsþing yfir
Skagafjörd, og er hun komin alt til öxnadalsheidar og fólkid hrynur
nidur. I þessum naudsynjum og háskasemdum åkalla þeir því gud
drottin allsvaldanda og alla hans heilaga menn sér til nokkurs
dugnadar og lofa ad leggja fé til Gudmundarskríns. Espolin hefir
ekki haft þessi bréf, heldur farid eptir Nýa annál.

1415. Arfskiptabréf nokkurt.

Ýmsar alþingis samþyktir, kaupmálabréf Bessa Þorsteinssonar
og Gudrunar Tumadóttur og ýmislegt fleira.

Af skjölum, sem hér eru i eldri eda betri afskriptum en ádur
var kunnugt skal eg drepa á nokkur:

[1432]. Skiptabréf barna Löpts rika, en hér samt árfært rangt
(1413) eins og vant er. Af bréfinu eru ekki til neinar vel gódar
afskriptir, en frumritid er týnt.

[1446]. Testamentisbréf Þorvards Loptssonar.

1464. Dómur um lambatoll af Eyvindarstadaheidi.

1490. Dómur um heimsóknir í Launguhlíd.

1504. Kngskáladómur Þorvards lögmanns Erlendssonar, þar
sem Torfi í Klofa er neíhdur einna sídast, ad því er menn vita.

1539. Býjaskerja dómur um enska menn.

[1539]. Dómur Olaus van der Marvizen og Erlends lögmanns
um lausafólk.

1543. Dómarnir um Ceciliu Loptsdóttur.

1544. Dómur um Þorstein Rögnuson, og enn fleiri, svo sem
dómur Pinings um skuldir Sunnlendinga, hér ártalslaus, en finst
heimfærdur til 1530.

En mart af skjölum er hér, sem stendur jafnhlida þeim af-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:20:38 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1896/0062.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free