- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tolfte Bandet. Ny följd. Åttonde Bandet. 1896 /
66

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

66 Jón Þorkelsson: Gottskàlk Jonsson og syrpa hans.

og í tólf leingjur er skorinn hver selur
og hver leingja er skorin i tolf stykki,
þá eru tveir nm toddann,
og teldu þar af, kóngur. [Huld 1890 bis. 20].
En væri þad svo, ad sera Gottskálk ætti við þessa þulu, þá skakkar
reikningi hans næsta mikid, því ad eptir minum skilningi á
þul-unni ætti lid .Karls ad hafa verid 497,664, og er þad margfalt vid
þad sem hjá séra Qottskálki er reiknad.

"Grýlútict i einum belff", segir séra Gottskálk sé alls 32,000,
en eg minnist ekki neinnar þulu, er teli lid Grýlu. Þó má vera
ad einhverir kunni hana enn.

Nokkud svipada þulu, en þó dálítid annars kyns, tilfærir
Gottskálk prestur i syrpu sinni (bl. 50a) og er sú ritud í bókina 1544,
eins og þuluágrip þau er eg nú tilfærdi. En þetta er þula um
al dr ana, hin sama og prentud er í Þjódvinafélagsalmanaki fyrir
1877 bis. 39. En hun er svo hjá séra Gottskálk:
Grisalldr l) iij vetur. arnar alldrar þrir j elgz alldri.

þrir grisalldrar l) j hundzalldri. elgz alldrar þrir j eikar alldri.
hundz alldrar þrir j hest[s] alldri. eikar alldrar þrir j gaumlu aulld.
hestalldrar þrir j manz alldri. [3. m. uala firir modrwalle 2).

manz alldrar þrir j arnar alldri.

Bædi talgáturnar og þessi þula hin sidasta hafa þad ser til
ágætis fram yfir fiestar islenzkar gåtur og margar þulur, ad þær
munu vera æai gamlar.

Af einstökum visum, sem eru i syrpunni hér og hvar á stangli
eru heizt merkilegar vísur um og eptir Jon biskup Arason, sem
allar eru ókunnar ádur, nema ein. Séra Gottskálk hefir siálfsagt
verid handgeinginn J6ni biskupi og sonum hans, því ad fyrir ættar
sakir og ands og svo atgervis hefir hann verid med göfugustu og
dýrstu klerkum tal inn þegar á yngri árum. Hefir Jón biskup séa
þad, ad hann muni hafa att nokkud mikid undir sér og þvi
ef-laust viljad hafa fylgi hans. Må og sjá álit hans, hvert þad hefir
verid, er honum var heizt truad fyrir sendiforinni til Snóksdals ad
leita biskupi lausnar, eins og ádur er getid. En Gottskálk hefir ekki
farid leingra en honum sjálfum sýndist i fylgi vid Jón biskup, og
er ekki trutt um, ad honum hafi þótt ganga nógu mikid á fyrir
kallinum. Því bregdur og fyrir ad hann hefir gert skop ad biskupi
í kyrrþey og brost ad sínum "andalegum födur". Kemur þetta
medal annars fram i gamni nokkru, sem séra Gottskálk hefir ritad
inn i syrpu sina (bl. 62*) i bréfsformi til biskups, sem þó nærri
må geta ad aldrei hefir verid sent honum. Þetta bréf hljódar svo:

’^Verdugum herra jon med gudz nad biskup [a holum] j gude
oc voldugum oc elskvligum fodr korne til kærleg heilsan j gude

’) Hrisaldr, hrisaldrar, Almanakid. I afskript minni úr syrpunni
stendur svo sem hér er tilfært, og ætla eg, ad eg han lesid þad rétt.

’) [þ. e. þrjár þúsundir vala fyrir Mödruvelli. ^essi lina kemur i
handritinu beint a eptir aldra-þulunni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:20:38 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1896/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free