- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Femtonde Bandet. Ny följd. Elfte Bandet. 1899 /
172

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Lota Knut = Knutr fundni (Jón Jónsson

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

172 Jón Jonsson: Lota Knut = Knútr fundni.

fcad var þannig nægilegt tilefni til þess, ad tengja í
munn-mælum upphaf Knýtlinga vid höfdingja á Saxlandi eda
ein-hversstadar í "Sudrríki" (Frakkaveldi), er ríki helt af
Karl-ungum ("Karlamagnúsi konungi" Jómsv. 1.) og hafdi verid í
víkingu med Gormi konungi. En hvernig stendr þá á því,
ad höfdingi þessi er kalladr Arnfinnr jarl? Ad minni hyggju
er nafn þetta komid inn í æfintýrid frá sögunni um upphaf
Arnunga eda Arnmædlinga (Fagrsk. 146. bis.), sem svipar
mjög til godsagnarinnar um Sceaf. Ættfadir Arnunga,
Finn-vidr "fundinn", er sagt ad væri "fundinn i arahreidri ok vafdr
í 8ilkireifum, ok vitu menn eigi ætt hans". í þessari œtt
voru mjög tídkud nöfn, dregin af "örn" og "finnr", svo sem
Árni, Arnbjörn, Arnfinnr (Hkr. 492. bis.), Arnmódr,
Arn-vidr, Finnr, Finnvidr. Med því ad sagan um upphaf
Arnunga hefir snemma verid kunn íslendingum, þá er engin
furda, þótt hún hafi í einhverju atridi blandazt hjá þeim
saman vid söguna um upphaf Knýtlinga, sem hefir verid svo
áþekk henni á margan hátt.

Nú er eptir ad athuga þá grein æfintýrsins, er snertir
sérstaklega uppruna nafnsins Knútr, og mun hún mega teljast
grundvöllr þess og kjarni. Svo sem ádr er á vikid, er nafnid
eldra en frá dögum Hörda-Knúts, födur Gorms rika, enda
lætr Ol. s. Tr. Hörda-Knút vera heitinn eptir Knúti fundna,
og í dönskum konungatölum er Gormr riki (fadir Haralds
blátannar) ýmist talinn 3. (Sv. Á.) eda 4. (Saxi o. fl.) eda
5. (Brev. hist.) madr frá Knúti konungi, sem sumstadar er
auknefndr "Lota Cnut" (Brev. hist. SRD. I. 16, sbr. 66.
Lota Knut Ser. IL Run. SRD. I. 33, Lotæ Knut SRD. I.

sami madr og Fródi sá, er dönsk konungatöl setja milli Knuts og Gorms
enska, og kalladr er "hinn frinki" i Ser. I. Kun. (SED. I. 29). Saxi telr
J>yri Danmarkarbót dóttur Adalráds Englakonungs(I), en aptr á móti kallar
hann (eins og mörg dönsk konungatöl) födur Gorms rika "Harald" (fyrir
Hörda-Knut). Liklegast er, ad fadir JJyri drotningar hafi borid nafn
Haralds þess, er lét skirast 826, og hafí þeim sidan verid blandad saman i
munnmælum (sbr. Fms. XI. 141—2).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:21:45 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1899/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free