- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Femtonde Bandet. Ny följd. Elfte Bandet. 1899 /
258

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Liserus. — Beów (Jón Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

258

Jón Jonsson: Liserus. — Beów.

óvinr "Lytis" er Heitfr, því ad samkvæmt Völuspá (21—23.
er.) og Hyndluljódum (41. er., sbr. 32. er.) stendr Heidr
eda Gullveig i nánasta sambandi vid Loka, og frá bádum
eru illar vættir koranar. Nú er þess ad gæta, ad "Hauks
þáttr hábrókar" er skrásettr (ef til vill af klerki eda munki)
eptir munnmælum, sem myndazt hafa i kristnum sid a
grundvelli fornra godsagna, og er því vid ad búast, ad hin
heidnu god sé ordin ad vondum vættum, en óvinir þeirra
aptr á móti ad gódum vættum og hollum *), enda er Heidr
talin fostra Haralds hárfagra, er hinir kristnu nidjar hans
(svo sem Olafr Tryggvason) skodudu hálfvegis sem
dýrk-anda "hins hæsta himnakonungs" og óvin allra þeirra, er
"rammastir voru i fjölkyngi og íjandans þjónustu" (Fms. II.
47.), en "Lytir" var ástvinr Sviakonungs, fjandmanns Haralds,
og er hann því gjördr ad fjanda, því ad Svium voru jafnan
eignud hin römmustu blöt, enda hélzt heidni mjög lengi
medal þeirra.

II. Beaw — Beów = Bjarr — Bjarki.
|>eir, sem rannsakad hafa og ritad um hina fornensku
Beowulfskvidu, hafa tekid eptir því, ad nafn adalhetjunnar
i kvidunni muni vera skylt nafninu Beaw eda Beow i
fornum ættartölum Engilsaxa (sjá t. d. útg. Schaldemoses
166. bis.; Rönning: Beovulfskvadet, 106. bis. n. 1;
Rydberg: Unders, i germ. Myth. II. 350). Nú segir svo i Flat.
I. 27. og Sn. E. (form. fyrir Gylfaginningu, 9. k.) þar sem
tekin er upp ættartala eptir fornenskum ritum (sbr. Dipl.
Isl. I. 505): "Beaf er ver kollum Biar", og er þad vottr
þess, ad "Bjarr" hefir verid kunnr forfedrum vorum af
fornum munnmælum, enda er hann nefndr i Kálfsvisu (Sæm.
E., Bugges útg. 333—34) med þessum ordum: "Björn reid

J) I Gylfaginningu eru Múspellssynir t. d. gjörctir ad himneskum
hersveitum, og Uppsalabok Sn. E. lœtr jafnvel Surt rada fyrir
sælustad-num Gimle. og gjörir þannig hinn skæctasta óvin godanna ad
"himna-konungi".

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:21:45 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1899/0266.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free