- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Adertonde Bandet. Ny följd. Fjortonde Bandet. 1902 /
175

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

175 Jón Jónsson: Svíakonungatal.

konunga frá Angantý, sem styrkist af því, ad nafnid
Ang-antýr kemur áreidanlega fram í konungsætt Dana ("Ungendus"
e. "Ongendus" um 700 hjá Alkvin, "Angandeo" 811 hjá
Einhard).

Eftirtektarverd er missögnin í Herv. um faderni
Haralds hilditannar (og Randvés, födur Sigurdar hrings, sbr. Tím.
Bmf. X. 95—96. nm.), sem er bædi frábrugdin Saxa,
Hyndlu-ljódum og Skjöldungasögu (Sögubroti *), og virdist gjöra
Harald hilditönn ad sama manni og Harald gamla Yaldarsson
(Hv. N. b. III; Fas.2 II. 10), og þar med sú sögn, ad
"Yald-arr konungr" hafi verid settur yfir alt Danaveldi og Randvér
tekid þad eftir hann og fengid "Asu, dóttur Haralds konungs
ens granrauda nordan ór Noregi", sem Snorri telur i Yngl.
53 seinni konu Gudrödar veidikonungs (göfugláta).

Sé þetta runnid frá ritum Ara fróda, þá sést hér vottur
til fornra munnmæla (ósvikinnar arfsagnar) um þad tvent:

1. ad konungar frá Skáni hafi nåd völdum yfir allri
Danmörku, og ordid ættfedur Dana- og Svíakonunga.

2. ad bædi madur Álfhildar og madur Ásu
Haralds-döttur granrauda hafi ordid konungar yfir Danariki.

Fyrra atridid kemur ad nokkru leyti heim vid frásögn
Saxa, sem lætur höfdingja frá Skáni (Borgar, Ala frækna
"Sigurd hring" og nidja þeirra) ná völdum i Danmörku.
Sidara atridid minnir á Gudröd veidikonung (o: Godefridus
f 810), mann Alfhildar (úr Alfheimum) og Asu, sem virdist

*) Herv. nefnir móctur þeirra Álfhildi, en telur hana þó dóttur Ivars
vidfadma, eins og Hyndluljóct og Sögubrot, sem kalla hana Audi djúpúðgu.
Saxi kallar fodur Haralds hilditannar Hålfdan (Borgarsson), en módur hans
G-yridi Álfsdóttur og Álfhildar, dóttur Sigurdar Grautakonungs, en systur
Vémundar og Ey steins (VII. 835), og er þact athugavert, ad þótt Saxi telji
ætt Haralds ödruvisi en islendingar, þá, koma flest þessi nöfn einnig fyrir
hjá ættmönnum Haralds eftir fråsögn íslendinga (Sigurär hringr
G-auta-konungur, madur Alfhildar, Eysteinn illråäi Sviakonungur, sem Herv/telur
son Haralds hilditannar, og Vemundr orålokarr (sbr. vidurnefnid
"Orthi-loghe" SED. I. 153), sem talinn er einn af n&nustu nidjum Haralds
hilditannar i Ldn. V. 1. og Nj&lu 25. k.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Nov 20 12:05:06 2020 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/anf/1902/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free