- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tjugotredje Bandet. Ny följd. Nittonde Bandet. 1907 /
270

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

278

Jón Jónsson: Ragnarr loctbrók. 278

uppi, hversu hætt var vid, ad samnefndir herkonungar, og
jafnvel þeir, sem lik nöfn báru, rugludust saman i
munn-mælunum *), og verdur þvi mjög hæpid, ad binda
fornsagna-hetjur, svo sem "Ragnar lodbrók og sonu hans" vid äkvedna
stadi og stundir, eda setja þeim mjög þröngar skordur. |>ad
getur varla komid til nokkurra måla, ad fara med
sagna-hetjuna "Ragnar lodbrók" sem sannsögulega persónu, þar
sem hinar sannsögulegu frummyndir þessa fornkonungs bera
adeins i svip fyrir oss i brigdlysi fornaldarinnar, eins og
leiftur eda hverfandi skuggar, sem eigi er unt ad samræta
eda gjöra fulla grein fyrir med áreidanlegri vissu. |>ad er
vist, ad víkingahöfdingjar þeir, sem sidar eru nefndir
"Lod-brókarsynir", hafa verid uppi á sidara helmingi 9. aldar, en
hvernig "Lodbrókar"-nafnid er til komid, veit enginn, og må
eins vel gizka å, ad þad eigi röt sina langt fram i forneskju2),
eins og ad þad sé fyrst komid upp á 9. öld, eins vel telja
þad módur- sem födurnafn "Lodbrókarsona" (sbr. Hallgerdr
langér^)3), og eins vel imynda sér, ad þad sé af enskri
rót runnid ("leódbróga", sbr. Schiern i ANO. 1858) sem
norr-ænni (danskri)4). Hin danska og islenzka arfsögn um "sonu
Ragnars lodbrókar" hefir eins vel getad blandad ödrum
nafn-kendum brædrum saman vid "Lodbrókarsonu" þá, er herjudu

x) Sagnaritarar Englendinga å 12. öld blanda Haraldi hardråda saman
vid Harald hárfagra, og vita eigi betur, en ad Haraldr h&rfagri hafi fallid
k Englandi årid 1066. Adam £rå Brimum gjörir Ólaf helga ad syni Ólafs
Tryggvasonar, enda voru þeir frændur og svipadi saman i mörgu, og er eigi
óliklegt ad einhver vildi nu gjöra þá, ad sama manni, ef vér hefdum eigi
eins glöggvar sögur af þeim og vér höfum. "Chron. Erici regis" fer
fedga-vilt, þar sem um Knut rika og Hörda-Knut er ad ræda (Steenstrup: Norm.
in 435).

2) Sbr. V. Sydberg: Om Hjältesagan å Rökstenen § 18. (N. F. K.
Vitterh. Hist. o. Ant. Ak. Handl. 11: 6.).

3) Rúnaletur i Orkneyjum (frå midri 12. öld) getur "Lodbrókar17 og
sona hennar, en eigi þykir takandi fult mark å. þvi (sbr. S. Bugge i N. hist.
Tidskr. 1901. 47).

4) Frægd "Lodbrókarsona" stafar fyrst og fremst frå Englandi, og er
þvi engin fjarstæda ad halda, ad vid þá ’hafi kunnad ad festast enskt
kenn-ingarnafn, er lýsti ógn þeirri, sem landslýdnum stód af þeim.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:24:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1907/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free